bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 18:18

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 02:34 
Eins og venjulega var maður svooolítið (bíllinn minn aðeins ek. 10-12.þús á ári) á ferðinni í dag.
Sá tvo glænýja fáka sem kosta samanlagt hátt í lítið einbýlishús.

Í hádeginu var ég að keyra yfir í Kópavog og stuttu eftir að ég keyri undir Bústaðavegsbrúna sé ég augu engils stara á mig í baksýnisspeglinum, ég jók hraðann til að geta virt þetta fyrir mér eins lengi og mögulegt væri en nokkrum sekúndum seinna brunaði svarti sleðinn frammúr. Þetta reyndist vera glænýr(keyptur á þessu ári) BMW 530 með krómlistum og sennilega fleiru góðgæti. Þrátt fyrir að vera í dagsbirtu þá engillinn vel áberandi í framljósunum og "gegt" flott eins og sumir af þeim yngri skrifa það í dag.

Í kvöld þegar haldið var heim á leið frá íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi, var líka þessi glansandi dökkblái Porsche Cayenne í bílastæðinu. Þar sem ég hafði ekki séð gripinn áður varð ég bara að rölta einn hring kringum hann og dást að gerseminni. Þegar maður horfir á framendann á minnir það mig svolítið á gula upphækkaða SLK-inn sem heimsflakkarinn var á hérna um árið. Verð að segja eins og er að persónulega hefði ég viljað sjá Porsche bara halda sig við sportbílana.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 09:14 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég er nú bara alveg orðin hissa á öllum þessum dýru bílum... ég sá þrjá Cayenne í gær og örugglega sex nýja Range Rover sem kostar nú svipað! Þvílíkt maður! Og PS, það er nýr 530 í götunni hjá mér ;-) silfurgrár, sennilega einn af Nató bílunum.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 13:12 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Ég er alveg sammála ykkur. Í gær var ég að keyra og fékk Cayenne í rassinn á ljósum. Sá sem á þann bíl ætti bara að fá sér eitthvað ódýrara og kraftminna því að hann ók á vinstri akrein á 10 undir hámarkshraða og var ég því fljótur að stinga hann af. Illa farið með hestana.
Í sömu ökuferð kom ég í þingholtin og þar mætti ég svörtum nýlegum 911 sem gladdi mig mikið.
Og bara svona til að segja frá því líka að þegar ökuferðin mín hófst að þá var ég lagður rétt hjá bláa M5 E-39.
Þetta var sem sagt ekki leiðinleg ökuferð.

Já á meðan ég man að þá kom ég aftan í nýja svarta 745i bíl á ljósum í geirsgötu um daginn og var hann á sömu leið og ég þannig að ég var lengi að keyra í kringum hann. Ég var í vandræðum við að halda í við hann af ljósunum en það virtist samt ekki vera eins og ökumaður bílsins væri nokkuð að botngefa bílnum.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 14:06 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ég hef keyrt í kringum þennan 745 bíl... djöfull er hann flottur svona í nærmynd. Var reyndar ekki í vandræðum við að halda í við hann en hann keyrði aðeins hraðar en aðrir bílar. Hann ætti heldur ekkert að hafa fyrir því að taka af stað. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 16:34 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Eru ekki bara 2 nýjar sjöur þessi silfur og svarti. Mér fynnst þeir mjög flottir.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 16:57 
Fór frammúr einum á Hellisheiðinni síðasta haust og sá var ljósblár eða blágrár, soldið space-aður bíll.


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 17:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Mér finnst afturendinn á nýju sjöunum suddalega flottur!

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 19:53 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ótrúlegt hvað hann venst vel... þegar maður sá hann fyrst þá vissi maður ekki hvort maður átti að hlæja eða gráta. En oft er það svo að þegar maður er að skoða myndir af bílunum þá virðast þeir ekkert vera neitt sérstakir. Síðan þegar þeir birtast fyrir framan mann og maður getur virt hann fyrir sér þá lítur hann einhvern vegin miklu betur út. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 20:46 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
það eru samkvæmt gaur í B&L 4 sjöur á götunni 2 silfur og 2 svartar.

Pælið í því að Benni seldi 12 cyanne yfir sýningar helgina ruglaða lið.

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 21:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Ég er líka alltaf að sjá þessa bíla. Hvað er málið, porsche á að gera sportbíla, ekkert annað. Ég er ekki að fíla Cyanne :x
Ég meina hvað kemur næst porsche station bíll eða Ferrari fjölnota.

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 22:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Það verður gaman eftir 10 ár þegar maður kaupir sér einn flottan E65 á 600þ :lol: en fyrst fær maður sér E38

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 22:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 02. Sep 2002 00:39
Posts: 99
Mér finnast sjöurnar mjög flottar þó að það hafi ekki verið það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá fyrstu myndirnar af þeim. En að sjá bílinn í nálgast úr fjarlægð og að sjá hann svo nálægt er vægast sagt æðisleg upplifun. Bíllinn virkar lítill í mikilli fjarlægð vegna stórra felgna og annnarra útlitseiginleika en þegar nálægt er komið kemur í ljós að hér er á ferðinni enginn millistærðar bíll.
´
það verður spennandi að sjá hvernig bilanatíðnin verður á þessum bílum í framtíðinni. Allt þetta hátækni dót á örugglega eftir að vera dýrt í rekstri.

Ég efast ekki um að verkfræðingarnir hjá BMW M séu núna að leggja lokahönd á M7. Ef þessi bíll kemur að þá verður hann eflaust með V12 vélina úr 760i bílnum og ég get vel ímyndað mér tölur nálægt 600hp eða meira. Eða bara að hann fái vélina úr F1 eheh var hún ekki 6 lítra V12 með 612 hp.

_________________
Gummi
E-46 320i '00
Honda CBR 1000F '88


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 23:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
bjahja wrote:
Ég er líka alltaf að sjá þessa bíla. Hvað er málið, porsche á að gera sportbíla, ekkert annað. Ég er ekki að fíla Cyanne :x
Ég meina hvað kemur næst porsche station bíll eða Ferrari fjölnota.


Það hefur nú verið framleiddur Ferrari Station fyrir fursta þarna niður frá... sérframleiddur aðeins fyrir hann. :shock:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 23:38 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
hlynurst wrote:
bjahja wrote:
Ég er líka alltaf að sjá þessa bíla. Hvað er málið, porsche á að gera sportbíla, ekkert annað. Ég er ekki að fíla Cyanne :x
Ég meina hvað kemur næst porsche station bíll eða Ferrari fjölnota.


Það hefur nú verið framleiddur Ferrari Station fyrir fursta þarna niður frá... sérframleiddur aðeins fyrir hann. :shock:


Andsk helv djö :evil: :evil: :evil: Nú er ég reiður, fólk er fífl :x

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 13. Mar 2003 23:51 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Ég hefði ekkert á móti því að eiga Station Ferrari... lenda við hliðina á einhverri Imprezunni á ljósum. :twisted:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 21 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group