IceDev wrote:
Sælir
Ég var nú að kaupa minn fyrsta BMW og hef ýmsar spurningar
1. Ég heyrði að vatnsdælan væri oft að fara vegna plastunits, ætti maður að skipta um þannig unit til að vera öruggur?
2. Í kúplinguni heyrist smá marr, þetta er að ég held ekkert sem hefur áhrif á kúplinguna sem slíka heldur einungis fylgifiskur...spurning hvort að þetta sé algengt vandamál og hvað sé hægt að gera í því
3. Þokuljós....Ég fékk kastara með bílnum, sem ég þarf að setja í og tengja. Er hægt að nálgast þessar teikningar eða þessháttar einhversstaðar?
4. Samlitun...Er einhver með reynslusögur af einhvejrum fyrirtækjum varðandi svoleiðis mál
5. Mér finnst bílstjórasætið á bílnum halla frekar furðulega, semsagt mér finnst vera meiri stuðningur við vinstri hliðina og finnst mér það feykióþæginlegt til lengdar...spurning hvort ða þetta sé mótað svona eftir seinasta notanda eða hvort að þetta sé bara svona stock?
Með fyrirfram þakkir
Óskar
1. Ef það er ekki búið að skipta um hana, þá er þetta ekki spurning, skiptu um hana. Kostar ekki mikið og er lítið mál, en getur valdið stærri vandamálum. Ég myndi skipta um vatnslásinn og viftukúplinguna í leiðinni. Þetta fer alltaf í þessum bílum. Einnig athuga hvenær var síðast skipt um kælivökvann.
2. Mér skilst að þetta sé galli í þessum bílum, það og svokallað "clutch judder" í stop-go traffík. Það er t.d. nóg eftir af kúplingunni minni en hann á það til að láta svona. (hef reyndar eitthvað heyrt um að þetta lagist stundum við það að blæða slave cylenderinn)
3.
www.google.com
4. Samlitun er verkfæri djöfulsins, nema kannski ef þú ert að tala um svuntuna.
5. Þetta gerðist líka í mínum bíl, stuðningurinn öðru megin fór. Ég fór með hann til TB og þeir löguðu þetta, suðu stykkið aftur á sinn stað. Þetta er líka algengt vandamál í E36 og þeir rukka ekki mikið fyrir að laga þetta.
voilá!