Peran er númer 12 á þessari mynd:
Verður að komast á bakvið þetta og þá er peran held ég stungin inn og þær eru nokkrar og það borgar sig að skipta um þær allar.
Myndi nú bara skrúfa í sundur og komast að tjaldinu í afturglugganum og sjá hvað er að, er þetta nokkurð rafdrifið? Ef svo er þá er til eitthvað fix á netinu.
Með ASC takkann þá er þetta örugglega pera sem er lóðuð í og ekki hægt að kaupa hana frá BMW nema bara að kaupa nýjan takka og það gerir maður ekki. Ég hef ekki fengið perur í réttum lit hérna á Íslandi en á slatta af perum sem ég keypti í Conrad í Þýskalandi. Svo er líka hægt að kaupa bara hvítar perur sem eru sambærilegar að stærð en með sömu w og 12v og tússa þær með rauðum perm túss eða ennþá betra nota tint spray. Hef líka skipt yfir í led ljós þar sem er pláss eins og í rofunum fyrir rafmagnið í rúðunum að aftan í e32/e34 þá er það appelsínugul díóða og svo viðeigandi viðnám og svo bara lóða.