bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 09. May 2025 03:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Nov 2004 23:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Svezel wrote:
Bensínsala er nú bara lítill hluti af heildarsölu olífélaganna og sala bensínstöðva í heild er nú ekki svo stór hluti af veltu fyrirtækjanna. Síðast þegar ég vissi kom 70% af öllum hagnaði frá skipaþjónustu svo þið sjáið hvaðan peningarnir ertu teknir. AO er með endæmum ódýr í skipaeldsneyti og mismunurinn þar töluvert meiri en á bifreiðaeldsneyti.

Bensínverð hérlendis er ekki svo hátt miðað við verð annars staðar í Evrópu og hvað þá ef maður miðar við aðra neysluvöru hérlendis.

Ég sé ekki hvað sektir eiga eftir að gagnast neinum því þetta skilar sér auðvitað beint út í verðlagið og því tekið beint úr vasa annarra.


Hárrétt

Það verður alltaf til fólk sem heldur því fram að fyrirtækin séu að taka okkur aumu þegnana aftan frá. Í þessu tilviki var það satt, en hvað gerðist? Og það án þess að ríkið gerði nokkurn skapaðan hlut í þessu? Nýtt félag kom á markað og undirbauð þessi fífl sem áttu markaðinn.

Svona er sagan, hvert sem litið er. Fyrirtæki kemst í markaðsráðandi stöðu. Það byrjar að misnota þá stöðu. Undantekningarlaust hefur þá annað fyrirtæki séð sér tækifæri í slíkri misnotkun og undirboðið. Þetta er frjáls markaður. Þetta er heila hugmyndin. Ég tek undir pirring á meðan ástandið var eins og það var, en það lagast af sjálfu sér, ekki vegna inngripa ríkisins! Ef fyrirtæki er að misnota aðstöðu sína þá er tækifæri fyrir nýtt fyrirtæki á þeim markaði.

Ég var þeirrar skoðunar að enginn gæti sigrað Intel, að enginn gæti sigrað Microsoft. Ég var á þeirri skoðun vegna þess að þeir undirbjóða, hóta og misnota aðstöðu sína og gera þannig keppinautum erfitt fyrir. Á endanum vinnur slíkt fyrirtæki aldrei, sagan hefur sýnt það. Rockerfeller átti 80% af olíumarkaðnum í USA fyrir mörgun árum, bandarískra ríkið fannst það þurfa að grípa inní. Málið leystist af sjálfu sér, vegna þess að fyrirtæki sem misnota aðstöðu sína halda ekki markaðshlutdeild.

Ég er sannfærður um að fyrirtæki eins og Intel og Microsoft verða ekki markaðsráðandi mikið lengur því að þau hafa einmitt misnotað aðstöðu sína á ungum markaði (eins og rockerfeller gerði). Þetta gefur samkeppninni forskot!

Ég trúi því statt og stöðugt að markaðurinn finni alltaf leið, ég trúi því að ríkið þurfi ekki að standa í þessu harki. Ég trúi því að til lengdar sé betra fyrir neytandann að ríkið komi ekki að svona málum.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 03. Nov 2004 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
jonthor wrote:
Svezel wrote:
Bensínsala er nú bara lítill hluti af heildarsölu olífélaganna og sala bensínstöðva í heild er nú ekki svo stór hluti af veltu fyrirtækjanna. Síðast þegar ég vissi kom 70% af öllum hagnaði frá skipaþjónustu svo þið sjáið hvaðan peningarnir ertu teknir. AO er með endæmum ódýr í skipaeldsneyti og mismunurinn þar töluvert meiri en á bifreiðaeldsneyti.

Bensínverð hérlendis er ekki svo hátt miðað við verð annars staðar í Evrópu og hvað þá ef maður miðar við aðra neysluvöru hérlendis.

Ég sé ekki hvað sektir eiga eftir að gagnast neinum því þetta skilar sér auðvitað beint út í verðlagið og því tekið beint úr vasa annarra.


Hárrétt

Það verður alltaf til fólk sem heldur því fram að fyrirtækin séu að taka okkur aumu þegnana aftan frá. Í þessu tilviki var það satt, en hvað gerðist? Og það án þess að ríkið gerði nokkurn skapaðan hlut í þessu? Nýtt félag kom á markað og undirbauð þessi fífl sem áttu markaðinn.

Svona er sagan, hvert sem litið er. Fyrirtæki kemst í markaðsráðandi stöðu. Það byrjar að misnota þá stöðu. Undantekningarlaust hefur þá annað fyrirtæki séð sér tækifæri í slíkri misnotkun og undirboðið. Þetta er frjáls markaður. Þetta er heila hugmyndin. Ég tek undir pirring á meðan ástandið var eins og það var, en það lagast af sjálfu sér, ekki vegna inngripa ríkisins! Ef fyrirtæki er að misnota aðstöðu sína þá er tækifæri fyrir nýtt fyrirtæki á þeim markaði.

Ég var þeirrar skoðunar að enginn gæti sigrað Intel, að enginn gæti sigrað Microsoft. Ég var á þeirri skoðun vegna þess að þeir undirbjóða, hóta og misnota aðstöðu sína og gera þannig keppinautum erfitt fyrir. Á endanum vinnur slíkt fyrirtæki aldrei, sagan hefur sýnt það. Rockerfeller átti 80% af olíumarkaðnum í USA fyrir mörgun árum, bandarískra ríkið fannst það þurfa að grípa inní. Málið leystist af sjálfu sér, vegna þess að fyrirtæki sem misnota aðstöðu sína halda ekki markaðshlutdeild.

Ég er sannfærður um að fyrirtæki eins og Intel og Microsoft verða ekki markaðsráðandi mikið lengur því að þau hafa einmitt misnotað aðstöðu sína á ungum markaði (eins og rockerfeller gerði). Þetta gefur samkeppninni forskot!

Ég trúi því statt og stöðugt að markaðurinn finni alltaf leið, ég trúi því að ríkið þurfi ekki að standa í þessu harki. Ég trúi því að til lengdar sé betra fyrir neytandann að ríkið komi ekki að svona málum.


Ok, smá off topic frá bensín verði í Intel og Microsoft,

Það er rétt að það er hægt að skáka þessum fyrirtækjum,
Intel auðveldar en Microsoft,

Málið með Microsoft er að þeir eru svo mikið meira fókuseraðir á ákveðinn markað heldur en intel, þar sem að intel býr til kubba sem hægt er að setja í allar rafmagnsvörur í heiminum,

Microsoft Windows Automatic Update og Service Pack 2 er að binda alla sem vilja nota Windows til að vera með á nótunum og að muna að næsta Windows verður betra en það sem er núna,

Það væri gamann að sjá einhverja komast á svipaðann tind og Microsoft en það er málið að þeirra hugbúnaður yrði að vera windows compatible
því að það kostar aldrei minna en 40% aukalega að þróa eitthvað fyrir önnurstýrikerfi líka og hvað þá reyna að setja á laggirnar nýtt stýrikerfi sem getur ekki keyrt alla þessa tölvuleiki (direct X frá microsoft sér um það)

Eru til margir tölvuleikir í Linux? það væri kannski gott platform til að smíða góða leiki.

Enn aftur að bensíni, ég vona að AO eigi eftir að geta keppt við hina og orðið að alvöru keppnis aðila og ég er viss um að "hinir" eru búnir að reyna bola AO niður með einum eða öðrum hætti, þá ekki bensín verði heldur að reyna einhver off the record dæmi,
heyrði í dag að íslensku olíu risarnir urðu brjálaðir þegar skip voru að fara til færeyja til að ná í olíu, þeir skipuðu færeysku félögunum að hækka verðið til að hrekja íslensk skip í burtu,, harðir í horn að taka þessir olíu gaurar,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 04. Nov 2004 01:12 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 03. Jun 2004 22:09
Posts: 457
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
Eru til margir tölvuleikir í Linux? það væri kannski gott platform til að smíða góða leiki.
Ég er ekki alveg viss hvort þú ert að spyrja í alvöru eða ekki en ég ákvað að svara samt sem áður.

Það eru ekki til nærri því eins margir leikir í linux og í windows en það er alls ekki síðra "platform" fyrir leiki. Það er alveg jafn gott, sumir segja jafnvel aðeins betra en ég vil ekki ganga svo langt.

Það eru mest megnis FPS (First person shooter) leikir sem eru port'aðir yfir á linux. Linux keyrir á sama architecture af örgjörva og windows eða ix86 og þessvegna er í raun mjög auðvelt að gera bara patch fyrir leikina. Það þarf semsagt ekki að gefa leikinn út í sér pakka eins og fyrir makkan. Sumir leikjaframleiðendur hafa nýtt sér það og gert [unsupported] linux binary í staðinn fyrir að selja leikina í sér pakka og tapa fúlgum á því. Þá kaupir linux notandinn bara windows útgáfuna og nær í patchinn á netinu og patch'ar leikinn. Einstaka sinnum fylgir þessi patch með á "windows" disknum en oftast kemur hann einhverjum vikum eða mánuðum, eftir útgáfu leiksins, á netið. En þetta gerist, því miður, allt of sjaldan en er þó þróun í rétta átt.

_________________
M. Benz E320 Sportline '94 Svart Metallic
M. Benz E420 '94 Vínrauður
BMW 530iA '94 Diamondschwarts Metallic - Seldur
BMW 525iA E34 '94 Orientblau Metallic - Seldur
M. Benz 220E W124 '93 Ljósgrár - Seldur
BMW 316i E30 '90 Gletscherblau Metallic - Seldur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 04. Nov 2004 09:55 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
gstuning wrote:
heyrði í dag að íslensku olíu risarnir urðu brjálaðir þegar skip voru að fara til færeyja til að ná í olíu, þeir skipuðu færeysku félögunum að hækka verðið til að hrekja íslensk skip í burtu,, harðir í horn að taka þessir olíu gaurar,


Lestu samantektina! :lol:

Quote:
Nokkuð kvað að því að íslenskar útgerðir keyptu olíu á skip í Færeyjum. Útvegsmenn néru olíufélögunum því um nasir að olíuverð hér á landi væri mun hærra en í Færeyjum. Gögn málsins sýna að félögin kunnu þessari gagnrýni illa og ákváðu þau að beita sér fyrir því að olíuverð til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum yrði hækkað svo að þrýstingur á íslensku olíufélögin um verðlækkun minnkaði. Beindust aðgerðir íslensku olíufélaganna að erlendu olíufélögunum Statoil og Shell en þau stunda bæði olíusölu í Færeyjum. Fóru bæði fram fundahöld, sending tölvuskeyta og símtöl í þessu skyni. Olíufélagið beindi því til færeysku olíufélaganna að taka upp samráð. Í október 2001 komu fulltrúar Statoil hingað til lands í því skyni að eiga viðskipti við olíufélögin, en Statoil hafði um árabil átt í olíuviðskiptum við íslensku félögin. Höfðu þau í hótunum við hið erlenda félag í október 2001 um að hætta olíuviðskiptum við það ef það beitti sér ekki fyrir verðhækkun á eldsneyti til íslenskra fiskiskipa í Færeyjum. Statoil féllst á að beita sér fyrir verðhækkunum í og Skeljungur kannaði það hvort þeirri ákvörðun Statoil hefði verið hrint í framkvæmd.


LÍÚ komu alveg af fjöllum þegar kom í ljós.

Það er rétt að líklega er bensínverð til neytenda alls ekki stærsti hlutinn í þessu. Olíufélögin tóku sig saman í tilboðsgerð til mjög margra fyrirtækja (ÍSAL, Reykjavíkurborg, Pósturinn, Ríkiskaup, Flugfélag Íslands, Flugleiðir o.m.fl.)

Bensín og olía vega um 4% af heildarútgjöldum almennings, um 11,5% af heildar rekstrargjöldum fiskveiðiflotans (6.6milljarðar árið 2001) og 16% af heildar rekstrargjöldum Icelandair. Og olíufélögin í samráðinu hafa ca. 99% af markaðnum. Segið svo að þetta hafi ekki haft áhrif út í samfélagið..

Svo hafa félögin vælt yfir að samkeppnislögin hafi ekki verið kynnt nógu vel. Döh... kafli 2.4 tekur skemmtilega á því og sýnir svart á hvítu hversu mikið þeir reyndu að hylma yfir ólögu samráði. Til dæmis mjög skemmtilegt að vita til þess að Samkeppnisstofnun náði nokkrum tölvupóstum sem í stóð t.d. "Sýnist að eyða verði eða geyma á sérstakan hátt allan póst og gögn sem þetta mál varða. Staðfestið og eyðið." og "Staðfesti og eyði hér með." Thíhíhí :twisted:

Ég er helst á því að það þyrfti að stinga forstjórum og framkvæmdastjórum inn. Það er örugglega það eina sem gæti mögulega virkað. Siðblindan er slík og allir labba þeir í burt óskaðaðir þar sem þetta eru fyrirtækin en ekki þeir sem stjórna því sem eru að fá refsingarnar. Og þar af leiðandi lenda þessar refsingar sem félögin eru að fá væntanlega í verðlaginu og því verður það væntanlega aumur almenningurinn sem fær refsinguna.

Enn og aftur.. lesið yfir samantektina, þetta er ágætis reyfari.

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 19 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 24 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group