jonthor wrote:
Svezel wrote:
Bensínsala er nú bara lítill hluti af heildarsölu olífélaganna og sala bensínstöðva í heild er nú ekki svo stór hluti af veltu fyrirtækjanna. Síðast þegar ég vissi kom 70% af öllum hagnaði frá skipaþjónustu svo þið sjáið hvaðan peningarnir ertu teknir. AO er með endæmum ódýr í skipaeldsneyti og mismunurinn þar töluvert meiri en á bifreiðaeldsneyti.
Bensínverð hérlendis er ekki svo hátt miðað við verð annars staðar í Evrópu og hvað þá ef maður miðar við aðra neysluvöru hérlendis.
Ég sé ekki hvað sektir eiga eftir að gagnast neinum því þetta skilar sér auðvitað beint út í verðlagið og því tekið beint úr vasa annarra.
Hárrétt
Það verður alltaf til fólk sem heldur því fram að fyrirtækin séu að taka okkur aumu þegnana aftan frá. Í þessu tilviki var það satt, en hvað gerðist? Og það án þess að ríkið gerði nokkurn skapaðan hlut í þessu? Nýtt félag kom á markað og undirbauð þessi fífl sem áttu markaðinn.
Svona er sagan, hvert sem litið er. Fyrirtæki kemst í markaðsráðandi stöðu. Það byrjar að misnota þá stöðu. Undantekningarlaust hefur þá annað fyrirtæki séð sér tækifæri í slíkri misnotkun og undirboðið. Þetta er frjáls markaður. Þetta er heila hugmyndin. Ég tek undir pirring á meðan ástandið var eins og það var, en það lagast af sjálfu sér, ekki vegna inngripa ríkisins! Ef fyrirtæki er að misnota aðstöðu sína þá er tækifæri fyrir nýtt fyrirtæki á þeim markaði.
Ég var þeirrar skoðunar að enginn gæti sigrað Intel, að enginn gæti sigrað Microsoft. Ég var á þeirri skoðun vegna þess að þeir undirbjóða, hóta og misnota aðstöðu sína og gera þannig keppinautum erfitt fyrir. Á endanum vinnur slíkt fyrirtæki aldrei, sagan hefur sýnt það. Rockerfeller átti 80% af olíumarkaðnum í USA fyrir mörgun árum, bandarískra ríkið fannst það þurfa að grípa inní. Málið leystist af sjálfu sér, vegna þess að fyrirtæki sem misnota aðstöðu sína halda ekki markaðshlutdeild.
Ég er sannfærður um að fyrirtæki eins og Intel og Microsoft verða ekki markaðsráðandi mikið lengur því að þau hafa einmitt misnotað aðstöðu sína á ungum markaði (eins og rockerfeller gerði). Þetta gefur samkeppninni forskot!
Ég trúi því statt og stöðugt að markaðurinn finni alltaf leið, ég trúi því að ríkið þurfi ekki að standa í þessu harki. Ég trúi því að til lengdar sé betra fyrir neytandann að ríkið komi ekki að svona málum.
Ok, smá off topic frá bensín verði í Intel og Microsoft,
Það er rétt að það er hægt að skáka þessum fyrirtækjum,
Intel auðveldar en Microsoft,
Málið með Microsoft er að þeir eru svo mikið meira fókuseraðir á ákveðinn markað heldur en intel, þar sem að intel býr til kubba sem hægt er að setja í allar rafmagnsvörur í heiminum,
Microsoft Windows Automatic Update og Service Pack 2 er að binda alla sem vilja nota Windows til að vera með á nótunum og að muna að næsta Windows verður betra en það sem er núna,
Það væri gamann að sjá einhverja komast á svipaðann tind og Microsoft en það er málið að þeirra hugbúnaður yrði að vera windows compatible
því að það kostar aldrei minna en 40% aukalega að þróa eitthvað fyrir önnurstýrikerfi líka og hvað þá reyna að setja á laggirnar nýtt stýrikerfi sem getur ekki keyrt alla þessa tölvuleiki (direct X frá microsoft sér um það)
Eru til margir tölvuleikir í Linux? það væri kannski gott platform til að smíða góða leiki.
Enn aftur að bensíni, ég vona að AO eigi eftir að geta keppt við hina og orðið að alvöru keppnis aðila og ég er viss um að "hinir" eru búnir að reyna bola AO niður með einum eða öðrum hætti, þá ekki bensín verði heldur að reyna einhver off the record dæmi,
heyrði í dag að íslensku olíu risarnir urðu brjálaðir þegar skip voru að fara til færeyja til að ná í olíu, þeir skipuðu færeysku félögunum að hækka verðið til að hrekja íslensk skip í burtu,, harðir í horn að taka þessir olíu gaurar,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
