iar wrote:
Ég keypti svona um daginn af ebay.de á ca. 12þ. hingað komið. Leitaðu bara að "e36 armlehne". Það hefur líka verið eitthvað um þetta á ebay.com en mér finnst eins og það sé alltaf ljósbrúnt eða ljósgrátt..

Passaðu að það þarf líka (eins og jonthor bendir á) stokkinn undir, ekki bara armpúðann og stykkið sem hann festist í! Athugaðu líka að þú kaupir í réttan bíl. Ef ég man rétt passa Compact púði ekki og svo gæti verði munur á tveggja og fjögurra dyra, er þó ekki 100% viss á því.
Síðast þegar ég gáði í B&L þá kostaði þetta frá þeim um 40þ. en þá erum við líka að tala um glænýjan hlut með öllu.
Smá update á þetta. Ég náði semsagt smá quality tíma í skúrnum

sendi inn myndir þegar ég finn myndavélina.
Passaðu þig ef þú kaupir þetta á eBay að fá örugglega allt settið, ég fékk t.d. ekki neinar skrúfur með og gerði ráð fyrir að það mætti nota þær sömu. En þetta eru samt bara standard 8x30 boltar og skífur sem fást á fimmkall í Húsasmiðjunni og smá rörbútur svo það er ekkert 100 í hættunni.
Hér er mynd af þessu úr ETK:
Það voru semsagt 8, 21, 19, 20, 15 og 16 sem vantaði. 8 og 19 eru þessir 8x30 boltar (boltarnir sem eru fyrir og halda í handbremsuna eru bara 8x15). 20 var hægt að redda með litlum rörbút (9mm innra mál og 12mm ytra) og mögulega er hægt að sleppa honum alveg, ég vildi bara vera viss að þetta væri örugglega ekki á neinni hreyfingu. Og 15 og 16 er hægt að nota af því sem er fyrir í bílnum (17 og 18 ).
Það þarf aðeins að skera úr teppinu undir armpúðafætinum (7). Það er ekkert mál, merkir bara með krít eða einhverju og skerð með teppahníf. Þetta segir sig annars allt sjálft og er mjög straight forward að gera.
Passaðu þig bara á hvar þú kaupir armpúðan svo þú fáir allt sem þig vantar og í sæmilegu ástandi! En það á svosem við um allt sem maður pantar af netinu og sérstaklega eBay.
