Já daginn.
Ég hef spurt að þessu áður en þetta er orðið alvarlegra núna og ég vill reyna að fá aðeins betri svör.
Þannig er mál með vexti að ég á BMW 520i E-34 árgerð 89.
Þetta er byrjað að aukast verulega eftir að það er byrjað að kólna úti.
Vandamálið lýsir sér þannig að þegar ég læt hann í bakkgír að þá festist hann í bakkgír. Þ.e.a.s. að í hlutlausum er hann í bakkgír, og þegar ég læt hann þar sem bakkgírinn á að vera að þá fer hann hvorki áfram né afturábak og þegar ég læt hann í 2.gír að þá skeður það sama og með bakkgírinn að það gerist ekkert. Til þess að fá hann til að fara úr bakkgírnum að þá þarf ég að láta hann í bakkgír og taka úr bakkgír og láta í bakkgír og taka úr bakkgír. Þangað til að hann dettur með og fer á réttann stað, og þetta process getur tekið tugir mínotna að fá hann í réttan gír á réttan stað.
Þess má geta að þegar hann festist í bakkgír ( í hlutlausum í rauninni ) er bara hægt að fara í bakkgír og 2.gír og hlutlausann. Ég kemst ekki inn í neina aðra gíra.
Ég hringdi niðrí B&L og fékk samband við verkstæðið.
Ég talaði við 3 menn þarna á verkstæðinu og enginn af þeim kannaðist við þessar lýsingar og hvað gæti verið að nema "einhvað inní kassanum" sagði einn þeirra.
Persónulega að þá hef ég spurt nokkra kolleka mína og þeir segja að það hlýtur að vera allt í lagi með gírkassann þar sem hann virkar mjög vel nema í þessum undantekningar atriðum sem hann festist í bakkgír. Þetta hjlóta að vera einhverjar fóðringar og einhvað þess háttar hef ég heyrt frá þeim.
JSS, þú talaðir um að það þyrfti að skipta um ákveðna slitbletti, þeir á verkstæðinu vissu ekki rassgat hvað ég var að tala um.
Ég er farinn að hallast á að þetta er mjög óalgengt að þetta skeði fyrir bíla eða mennirnir á verkstæðinu séu útúr víraðir allan daginn.
En getur einhver gefið mér einhver ráð um hvað þetta geti verið og eða hvert sé best að snúa sér í þessu máli?
Það væri mjög vel þegið að fá einhverjar ráðleggingar því ég bara veit ekki hvort að maður ætti að hleypa köllunum á verkstæðinu á B&L í bílinn þar sem þeir hafa aldrei heyrt um þetta áður.
Endilega reynið að leggja höfuðið í bleiti og koma með einhvað frábært svar
