Já, þeir eru rosa góðir en það sem hefur reynst mér best er að kaupa frá
www.denniskirk.com í bandaríkjunum en þeir eru meira með svona almennt dót, soldið svona bílanust dæmi, eiga allt þetta helsta. Td. eiga þær olíusíur en ekki bodypanela, nema fyrir það allra helsta s.s GSXR.
Svo var ég að sjá að einn af þessum stóru discount aðilum í USA:
www.jcwhitney.com er með meira mótorhjóla dót en ég hélt. Td. er hann með dempara undir mitt hjól´, 50% ódýrara en hjá denniskirk.
Ég er búinn að vera að versla við Dennis Kirk í 8 ár og þeir hafa aldrei valdið mér vonbrigðum, td. panta ég á mánudegi og fæ vöruna viku síðar, afhenta upp að dyrum og ég borga bólugrafna póst stráknum tollinn með korti. SNILLD.
David Silver eru góðir líka og bjóða þér upp á að kaupa af þeim, sem er töluvert ódýrar eða panta frá Honda. Allt eftir því hvað þér hentar á þeim tíma. Verðin eru mjög mism. hvort það er ódýrara í USA eða Bretlandi, en oftast eru partarnir ódýrari í USA.
Annars óska ég þér bara velgengni í að viðhalda / gera upp hjólið. Það er aldrei nóg af Hondum í umferðinni.

Úff, nú verð ég fleimaður.
Kveðja.
Þórir