Björgvin wrote:
Ég starfa ekki sem bílasali ég vinn hjá fyrirtæki sem heitir Avion og
er stærsti flugrekstraraðili í heimi
Jæja, bara svona aðeins til að leggja orð í belg.
Avion group er /verður langt frá því að vera stærsti flugrekstraraðili í heimi. Það eru mörg félög MIKLU stærri.
Bara svona sem dæmi þá er American Airlines með 703 flugvélar (230 í viðbót hjá dótturfyrirtæki þeirra) á meðan Avion er /verður með 63 vélar.
EN ...
það er /verður stærsta fyrirtæki í sínu fagi, sem er útleiga á flugvélum ásamt áhöfnum í verkefni til skemmri eða lengri tíma.
Varðandi upptök alls þessa, þá sá ég nú ekki að neinn hefði byrjað eitthvað að kalla hinn illum nöfnum.
Ég verð samt að segja að þegar spurt er um þjónustubók til að
staðfesta kílómetratölu, þá tengi ég það ósjálfrátt við að verið sé að ýja að því að bíllinn sé ekki ekinn það sem sagt er. Ef það væri einungis spurt hvort bílnum fylgdi þjónustubók tæki ég því ekki eins.
Hvað sem því varðar, þá ber að sjálfsögðu að halda sig við kurteisi og ég sé ekki annað en að það hafi verið gert, þó svo að smá skætingur hafi blossað upp
