Ég er búinn að eiga tvo 325ix E30.
Sá fyrri var virkilega skemmtilegur. Með körfustólum og bara mjög snyrtilegri innréttingu. Og talandi um vinnslu að þá hef ég svosem ekki samanburð á venjulegum 325i með sömu M20 vélinni en allavega virkaði þessi MJÖG vel. Ég fór allavega 1/4 míluna á 15.3 sem er þokkalegur tími.
Það sem er auðvitað mikill + varðandi hröðun er að bíllinn er með svo frábært upptak. Þú missir þennan bíl ekkert í neitt spól eða neitt slíkt. Hann einfaldlega flýgur af stað!
Ég var að kaupa mér annan 4ra dyra E30 325ix. Hann lítur ekki eins vel út og gamli ix-inn minn en hann virkar alveg svakalega vel. Sérstaklega eftir að ég fór með hann til manns sem ég þekki og er mjög fær í að meðhöndla BMW.
Og eitt að lokum. Ég get alveg sagt þér það að það er sko ekki leiðinlegt að vera á 168 hestafla fjórhjóladrifnum BMW að leika sér í snjó þegar hann kemur

Þessir bílar eru þrælskemmtilegir akstursbílar á sumrin og sjúklega skemmtilegir á veturna.
Eyðslan er frá 11 uppí svona 14 l/100km. Fer auðvitað eftir akstri.
Eitt sem er gott að vita líka en það er að ix bílarnir eru töluvert frábrugðnir hinum 6cyl E30 bílunum varðandi mjög margt. T.d. er olíupannan á vélinni öðruvísi og það er ekki sjálfgefið að varahlutir úr E30 sem varða drif og vél og slíkt passi á milli. En það eru aðrir hérna sem vita meira um það heldur en ég.
Ef þetta er gott eintak og þú kaupir hann er ég viss um að þú munir ekki sjá eftir því. Mín reynsla er BARA góð af þessum bílum.