bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 23. May 2025 07:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 04. Oct 2004 23:24 
Offline
Bannaður

Joined: Thu 16. Sep 2004 15:49
Posts: 65
Er einhver hérna sem getur sagt mér hvers vegna miðstöðin kveikir ekki á sér sjálkrafa þegar ég starta bílnum og hvers hvað getur verið að samlæsingunum þegar ég ætla að læsa bílnum þá læsast ekki allar hurðirnar?? Þetta er bmw e-36 97 árgerð 4dyra drasl


Last edited by Munto on Tue 05. Oct 2004 00:25, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Oct 2004 23:50 
Offline
Bannaður

Joined: Thu 16. Sep 2004 15:49
Posts: 65
Er einhver bmw bíladellu kall hérna sem getur sagt sagt mér hvað þetta getur verið


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Oct 2004 23:56 
Munto wrote:
Er einhver bmw bíladellu kall hérna sem getur sagt sagt mér hvað þetta getur verið



ef þú andar rólega og bíður í meira en 34 mínutur á öruglega
einhver eftir að svara þér. Fólk er ekki í vinnu hérna við að svara :)


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 04. Oct 2004 23:57 
Offline
Bannaður

Joined: Thu 16. Sep 2004 15:49
Posts: 65
hehe skil það :)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 05. Oct 2004 00:34 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Kæri Munto:

Miðstöðin á ekki að kveikja sjálfkrafa á sér þegar þú startar bílnum.

BMW er að grunni til með 2 útgáfur af miðstöðum, sjálfvirka og handvirka.

Handvirka er bara eins og í corollunni, þú snýrð hitarofa og stillir svo á blástursstyrk og opnar fyrir blástur þar sem þú vilt.

Sjálfvirka miðstöðin sér um að halda hitastiginu réttu í bílnum, eftir því hvað er stillt á hitastillirinn Hún stillir blásturinn og hitan á blástrinum eftir því.

Þar sem miðstöðvar nota kælivatn vélarinnar til að hita, þá er ekkert gagn að því að fá blástur strax og vélin er ræst og því kemur ekki blástur fyrr en eftir 2-3 mínútur í fyrsta lagi.

Þetta ætti því að svara fyrri spurningu þinni:

Ef miðstöðin þín er sjálvirk (reyndar væri mjög gott að fá nánari upplýsingar þegar verið er að leita eftir lausnum, ekki bara "miðstöðin kveikir ekki á sér sjálfkrafa), þá á hún ekki að fara af stað strax.

Ef þú ert með handvirka miðstöð þá verður þú að sjálfsögðu að kveikja á blástrinum sjálfur, bíllinn gerir það ekki fyrir þig, ekki einu sinni þó þetta sé BMW :wink:

Varðandi samlæsingarnar, þá er það aftur sama. Það væri gott að fá nánari lýsingu á vandamálinu.

Ef það er alltaf sama hurðin sem læsist ekki, þá er þetta sennilega samlæsinga-mótorinn í viðkomandi hurð sem er bilaður.

Það alltaf slæmt þegar bílarnir eru að bila, en svona er lífið. Það er alltaf hart að vera harðfiskur. En ég get lofað þér því að sömu vandamál og þú ert að glíma við er ekki einskorðað við BMW, þetta á til að gerast í fjölda bifreiða af öðrum tegundum sem ekki er jafn gefandi að aka um á.

En ef þetta pirrar þig of mikið, þá er alltaf gott að selja bara bílinn og kaupa Corollu eða e-ð annað sem bilar hvað minnst.

Kveðja,

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 05. Oct 2004 00:43 
Offline
Bannaður

Joined: Thu 16. Sep 2004 15:49
Posts: 65
hehe rétt er það ok það er alltaf sama hurðinn sem læsist stundum ekki, miðstöðin: já miðstöðin er digital,áður fyrr þegar ég startaði bílnum þá kveikti miðstöðin alltaf sjálf á sér semsagt á lægsta stigi en núna þegar ég er með hana til dæmis stillt á hæðsta og drep svo á bílnum starta bílnum svo aftur þá er hún á hæðstu stillingu og þetta gerði hún ekki áður á miðstöðin að vera svona eins og hún er núna og hún var biluð?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 05. Oct 2004 06:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Þetta er víst þekkt vandamál með digital miðstöðvarnar. Hér er linkur þar sem þú getur lesið um þetta, það eru DIY leiðbeiningar þarna með til að laga þetta.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... ht=digital

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Last edited by jonthor on Tue 05. Oct 2004 08:31, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 05. Oct 2004 08:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
oskard wrote:
Munto wrote:
Er einhver bmw bíladellu kall hérna sem getur sagt sagt mér hvað þetta getur verið



ef þú andar rólega og bíður í meira en 34 mínutur á öruglega
einhver eftir að svara þér. Fólk er ekki í vinnu hérna við að svara :)


heyrðu hann gaf þessu nú 36 mínútur ;)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 8 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 18 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group