Kæri Munto:
Miðstöðin á ekki að kveikja sjálfkrafa á sér þegar þú startar bílnum.
BMW er að grunni til með 2 útgáfur af miðstöðum, sjálfvirka og handvirka.
Handvirka er bara eins og í corollunni, þú snýrð hitarofa og stillir svo á blástursstyrk og opnar fyrir blástur þar sem þú vilt.
Sjálfvirka miðstöðin sér um að halda hitastiginu réttu í bílnum, eftir því hvað er stillt á hitastillirinn Hún stillir blásturinn og hitan á blástrinum eftir því.
Þar sem miðstöðvar nota kælivatn vélarinnar til að hita, þá er ekkert gagn að því að fá blástur strax og vélin er ræst og því kemur ekki blástur fyrr en eftir 2-3 mínútur í fyrsta lagi.
Þetta ætti því að svara fyrri spurningu þinni:
Ef miðstöðin þín er sjálvirk (reyndar væri mjög gott að fá nánari upplýsingar þegar verið er að leita eftir lausnum, ekki bara "miðstöðin kveikir ekki á sér sjálfkrafa), þá á hún ekki að fara af stað strax.
Ef þú ert með handvirka miðstöð þá verður þú að sjálfsögðu að kveikja á blástrinum sjálfur, bíllinn gerir það ekki fyrir þig, ekki einu sinni þó þetta sé BMW
Varðandi samlæsingarnar, þá er það aftur sama. Það væri gott að fá nánari lýsingu á vandamálinu.
Ef það er alltaf sama hurðin sem læsist ekki, þá er þetta sennilega samlæsinga-mótorinn í viðkomandi hurð sem er bilaður.
Það alltaf slæmt þegar bílarnir eru að bila, en svona er lífið. Það er alltaf hart að vera harðfiskur. En ég get lofað þér því að sömu vandamál og þú ert að glíma við er ekki einskorðað við BMW, þetta á til að gerast í fjölda bifreiða af öðrum tegundum sem ekki er jafn gefandi að aka um á.
En ef þetta pirrar þig of mikið, þá er alltaf gott að selja bara bílinn og kaupa Corollu eða e-ð annað sem bilar hvað minnst.
Kveðja,