bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 13:50

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 20:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Hefur einhver hérna á spjallinu látið teflon húða bílinn hjá sér.
Ég er að velta fyrir mér að láta gera þetta á bílnum mínum sérstaklega
þar sem "merkingar" eftir regndropa eru alveg að gera mig virkilega
pirraðan :x .

Þetta má kannski hljóma afskaplega furðulegt, þ.e. merkingar eftir
regndropana, en þetta er mjööög áberandi á lakkinu, þó svo að
ég bóni bílinn reglulega.

... allar ábendingar vel þegnar :)

Með fyrirfram þökk,
Þröstur

_________________
Carrera4 964 '91


Last edited by Thrullerinn on Wed 18. May 2005 23:08, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 21:11 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Mér var sagt það af Bónsérfræðing að svona myndi ekki gera neitt í raun,,

Bara að þrífa nógu oft væri eina sem hægt er að gera,,

kannski þarftu að velja þér nýtt bón??

Hvaða bón ertu að nota

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 21:29 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Dropaförin eru hausverkur að losna við :x

Ég hef lengi leitað að einhverri patent lausn til að koma í veg fyrir þetta, en hingað til bara fundið leiðir sem fela í sér meiri vinnu: Bóna meira, bóna oftar, nota flóknari bón (Zaino og Co.), aldrei leyfa vatni að þorna á bílnum o.s.frv.

Mikilvæg spurning er samt þessi: Nærðu að losna við vatnsblettina milli þrifa? Mestu (hrakfara)spámennirnir vilja meina að ef maður leyfi blettum að vera á í nokkra daga sé þetta farið að vinna á lakkinu (e.t.v. á þetta frekar við um mengunar- eða sýrubætta rigningu).

Ef þú ert í vandræðum með að ná þessu af þá er bara spurning hvenær þú treystir þér til að fara að nota leirklump eða (fínasta mögulega) slípimassa á bílinn....soldið shady í ljósi þess hvað hann er nýr :?

Ég hef enga trú á Teflon húðun sem slíkri - gæti vel trúað því að þetta sé oft ranglega kallað "Teflon-húðun", í raun sé bara verið að tala um flókið bónferli.

Hér er tilvitnun (2.gráðu) í DuPont mann - held að DuPont eigi enn einkaleyfi á öllu Teflon-tengdu:

According to G.R. Ansul of DuPont's Car Care Products Division, "The addition of a Teflon fluoropolymer resin does nothing to enhance the properties of a car wax. We have no data that indicates the use of Teflon fluorpolymer resins is beneficial in car waxes, and we have not seen data from other people that supports this position."
Ansul also notes that, "Unless Teflon is applied at 700 degrees F (371 degrees C), it is not a viable ingredient, and it is 100 percent useless in protecting the paint's finish." (Source: Grisanti, Stephen, "The Truth Abouth Teflon®", Professional Carwashing & Detailing, January, 1989.)


(Tilvitnun sést hér:
http://www.m5board.com/vbulletin/showpost.php?p=44393&postcount=11
http://waxdepot.safeshopper.com/faq.htm#12)

Og þá á svipuðum nótum og Gunni:
Hvernig er þrifa/bónferlið hjá þér í dag og með hvaða vörum?

Good luck ;)

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 21:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Jun 2003 12:33
Posts: 965
Ég held að New Horison bónið frá consept eigi að ná þessu 8)þrífa bílinn bara vel og NUDDA því vel á með bónsvampi ,bóna svo með Appolo eða bmw bóni eftir passa bara með bmw bónið að bóna ekki allan bílinn í einu því það er algjört hell á dökkum bílum ef það þornar of lengi :)

_________________
BMW 325XI E46 '02
BMW X5 E53 '02


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 22:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Það hefur verið sett einhver svona húð á bílinn hans pabba og það eina sem ég sé að þetta gerir er að bíllinn lítur út fyrir að vera bónaður en í raun er engin bónhúð á honum. Ég myndi ekki setja svona á eigin bíl :?

Eina leiðin myndi ég segja er bara að nota bón sem er með smá massa í sér og fara svo yfir með bóni sem skilur eftir sig húð.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 22:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Þakka ykkur kærlega fyrir alveg frábær svör, en ég hef notað Sonax bón
bæði Hard Wax og síðan extreme 2 "hreinsibón" öðru hverju.

T.d. fór ég síðast lauslega yfir hann með extreme 2 og nákvæmlega
ekkert fór af, ég prófaði aðra umferð aftur og náði töluverðu en heilmkið
varð eftir... Er ekki svolítið langt gengið að fara þrjár umferðið :?

Ég ætla allavega að salta þetta með teflonið, ég hef heyrt mismunandi
sögur af því, en er allavega sannfærður um gildi þess hér með.

Kv. Þröstur

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 12. Sep 2004 23:23 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Ég held að þú sért að gera allt rétt hvað þrifin varðar, reyna að skipta þessu vel upp í hreinsibón(polish - eða einhvers konar efni sem pússa/hreinsa/fínslípa...) og glansbón (wax - eða önnur efni sem hreinsa ekert).
Sonax er snilldarbón þegar maður þarf að ná tjöru og öðru sulli af - fyrir minn smekk er fullmikil terpentína í því (hef ekkert annað en þefskyn fyrir mér hvað það varðar). Svo er það endingin - en það fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni - ég hef aldrei fengið góða endingu út úr Sonax Hard Wax.
Endingarbetra bón mun gefa þér betri vörn gegn vatnsblettum!

Ég hef áður lýst yfir ánægju minni með tiltölulega hreinsiefnalaust Turtle Wax, læt fylgja link í það:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=63761#63761
Quote:
Það sem einnig stendur í mér varðandi Super Resin Polish er að það inniheldur fínan slípimassa. Mín stefna í þessum málum er að halda þessum polish og wax ferlum sem mest aðskildum, þ.e.a.s. að vera með sérstök efni þegar ég ætla að vinna á hárfínum rispum (nota Claybar eða sérstakt Polish) og síðan efni sem eingöngu er hugsað í vörn á lakki og gljáa. Eins og e.t.v. margir á þessu spjalli finnst mér það skemmtilegt verk að bóna bílinn minn og vill gera það örlítið oftar en flestir aðrir. Það skiptir mig því miklu máli að ég vinni sem minnst með slípiefni - og þegar ég geri það er það af ásettu ráði.


Ég skoðaði lýsinguna á Sonax Extreme 2,http://active.sonax.de/app-katalog/data.asp?K=XTR&S=, þar sem ég hef aldrei notað það sjálfur. Þar kemur fram að það sé fínn slípimassi í þvi - nákvæmlega sem maður þarf af og til. Hljómar mjög vel - bara spurning um hvort að hitt Sonax bónið sé ekki líka full aggresívt hvað hreinsunarhliðina varðar.

Mér finnst hinsvegar mjög undarlegt að þú þurfir að fara svona margar umferðir til að ná góðum árangri - jafnvel á svörtum bíl!
Er ekki bara spurning um að tékka á leirnum? :wink:
http://motortrend.com/features/care/112_0304_cc/

Ef þú vilt hinsvegar tapa þér fyrir fullt og allt þá er uppfullt (margra daga hreinsiferli :lol: ) af góðum greinum á m5board um þessa hluti, læt þessa 2 linka duga:
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=43528&highlight=clay+bar
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=28669&highlight=clay+bar

_________________
Jóhannes


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Sep 2004 00:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Ég mundi nota eitthvað allt annað en Sonax Hard Wax á svartann bíl, það skylur eftir sig bónrákir, ég mundi frekar mæla með "AutoGlym" bónum eins og "Super Resin Polish" og "Extra Gloss Protection" eða, ef þú vilt gera það pro, "Concept" t.d. "New Horizon" bón og "SurfAce" massi.

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Sep 2004 01:12 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Tue 06. Jul 2004 13:58
Posts: 70
Location: Mosfellsbæ
Thrullerinn wrote:
Þakka ykkur kærlega fyrir alveg frábær svör, en ég hef notað Sonax bón
bæði Hard Wax og síðan extreme 2 "hreinsibón" öðru hverju.

T.d. fór ég síðast lauslega yfir hann með extreme 2 og nákvæmlega
ekkert fór af, ég prófaði aðra umferð aftur og náði töluverðu en heilmkið
varð eftir... Er ekki svolítið langt gengið að fara þrjár umferðið :?

Ég ætla allavega að salta þetta með teflonið, ég hef heyrt mismunandi
sögur af því, en er allavega sannfærður um gildi þess hér með.

Kv. Þröstur


Ég mæli innilega með því að þú hættir að nota þetta dagsbón sem sonax er. Og skiptir í alvöru merki!

Meguiars all the way! Fæst í gísla jónsyni

Eru meira að segja með mjög fínan massa sem tekur öll dropaför af, gerði það á mínum.

Ég tók minn í gegn, massaði hann með þessum massa og bónaði svo sem bóni frá þeim yfir. Núna 3 vikum seinna er ennþá góð húð á bílnum!! :shock:

Besta efni EVER!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Sep 2004 06:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Mothers þrenna er málið fyrir þig.. en það er reindar hellings vinna.
Þar byrjaru á mjög öflugu hreinsibóni með massa í svo er einhver rispufeli græja sem vikar víst töluvert á svarta bíla og svo er loks bón sem ENDIST!!! ég bónaði minn fyrir hátt í mánuði siðan og það er ennþá húð á honum, meira að seigja á neðri hliðunum.. en Benni sem yfirleitt hefur séð um að gera öll sona meiri háttar þrif á minum ;) veit meira um þetta ég seigi houm að posta einhverju um þetta.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Sep 2004 07:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Dr. E31 wrote:
Ég mundi nota eitthvað allt annað en Sonax Hard Wax á svartann bíl, það skylur eftir sig bónrákir, ég mundi frekar mæla með "AutoGlym" bónum eins og "Super Resin Polish" og "Extra Gloss Protection" eða, ef þú vilt gera það pro, "Concept" t.d. "New Horizon" bón og "SurfAce" massi.


Nákvæmlega, Sonax Hard vaxið skilur eftir sig alveg hræðilegar rákir!

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 13. Sep 2004 11:24 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Maggi wrote:
Ég mæli innilega með því að þú hættir að nota þetta dagsbón sem sonax er. Og skiptir í alvöru merki!

Meguiars all the way! Fæst í gísla jónsyni

Eru meira að segja með mjög fínan massa sem tekur öll dropaför af, gerði það á mínum.

Ég tók minn í gegn, massaði hann með þessum massa og bónaði svo sem bóni frá þeim yfir. Núna 3 vikum seinna er ennþá góð húð á bílnum!! :shock:

Besta efni EVER!


Ég tek undir þetta með Meguiars, mæli eindregið með því, munar miklu á svörtum bíl, á að vísu eftir að prófa það á mínum. :S

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Teflon - spurning
PostPosted: Wed 18. May 2005 23:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Thrullerinn wrote:
Hefur einhver hérna á spjallinu látið teflon húða bílinn hjá sér.
Ég er að velta fyrir mér að láta gera þetta á bílnum mínum sérstaklega
þar sem "merkingar" eftir regndropa eru alveg að gera mig virkilega
pirraðan :x .

Þetta má kannski hljóma afskaplega furðulegt, þ.e. merkingar eftir
regndropana, en þetta er mjööög áberandi á lakkinu, þó svo að
ég bóni bílinn reglulega.

... allar ábendingar vel þegnar :)

Með fyrirfram þökk,
Þröstur


Þetta er alveg eldgamall þráður en......

Málið er að ég fann út hvað orsakaði regndropaförin sem voru ískyggilega
áberandi, satt að segja var ég svolítið pirr á sjálfum mér að fatta ekki strax.

Þannig er mál með vexti að ég fór mjög reglulega með bílinn á þvotta-
stöðina við Holtagarða sérstaklega í lok þar síðasta veturs. Málið er að í
í frosti er bætt við heitu vatni og í því fylgir náttúrulega mikill kísill og hann
skilur eftir sig mjög áberandi "merkingar" svipað og á blöndunartækjum.

Þannig minns er hættur að nota "volgt" vatn for good ! :roll:

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Teflon - spurning
PostPosted: Wed 18. May 2005 23:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Thrullerinn wrote:
Thrullerinn wrote:
Hefur einhver hérna á spjallinu látið teflon húða bílinn hjá sér.
Ég er að velta fyrir mér að láta gera þetta á bílnum mínum sérstaklega
þar sem "merkingar" eftir regndropa eru alveg að gera mig virkilega
pirraðan :x .

Þetta má kannski hljóma afskaplega furðulegt, þ.e. merkingar eftir
regndropana, en þetta er mjööög áberandi á lakkinu, þó svo að
ég bóni bílinn reglulega.

... allar ábendingar vel þegnar :)

Með fyrirfram þökk,
Þröstur


Þetta er alveg eldgamall þráður en......

Málið er að ég fann út hvað orsakaði regndropaförin sem voru ískyggilega
áberandi, satt að segja var ég svolítið pirr á sjálfum mér að fatta ekki strax.

Þannig er mál með vexti að ég fór mjög reglulega með bílinn á þvotta-
stöðina við Holtagarða sérstaklega í lok þar síðasta veturs. Málið er að í
í frosti er bætt við heitu vatni og í því fylgir náttúrulega mikill kísill og hann
skilur eftir sig mjög áberandi "merkingar" svipað og á blöndunartækjum.

Þannig minns er hættur að nota "volgt" vatn for good ! :roll:

Flott að fá svona útskýringar. Hef heyrt að volgt vatn sé ekki gott en aldrei hví.
=D>

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 19. May 2005 08:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Volgt vatn er nono!

Þröstur þú verður að prufa eitthvað Canuba bón! Það er alveg skíturinn á svarta.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 7 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group