Ég held að þú sért að gera allt rétt hvað þrifin varðar, reyna að skipta þessu vel upp í hreinsibón(polish - eða einhvers konar efni sem pússa/hreinsa/fínslípa...) og glansbón (wax - eða önnur efni sem hreinsa ekert).
Sonax er snilldarbón þegar maður þarf að ná tjöru og öðru sulli af - fyrir minn smekk er fullmikil terpentína í því (hef ekkert annað en þefskyn fyrir mér hvað það varðar). Svo er það endingin - en það fer auðvitað eftir aðstæðum hverju sinni - ég hef aldrei fengið góða endingu út úr Sonax Hard Wax.
Endingarbetra bón mun gefa þér betri vörn gegn vatnsblettum!
Ég hef áður lýst yfir ánægju minni með tiltölulega hreinsiefnalaust Turtle Wax, læt fylgja link í það:
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?p=63761#63761
Quote:
Það sem einnig stendur í mér varðandi Super Resin Polish er að það inniheldur fínan slípimassa. Mín stefna í þessum málum er að halda þessum polish og wax ferlum sem mest aðskildum, þ.e.a.s. að vera með sérstök efni þegar ég ætla að vinna á hárfínum rispum (nota Claybar eða sérstakt Polish) og síðan efni sem eingöngu er hugsað í vörn á lakki og gljáa. Eins og e.t.v. margir á þessu spjalli finnst mér það skemmtilegt verk að bóna bílinn minn og vill gera það örlítið oftar en flestir aðrir. Það skiptir mig því miklu máli að ég vinni sem minnst með slípiefni - og þegar ég geri það er það af ásettu ráði.
Ég skoðaði lýsinguna á Sonax Extreme 2,
http://active.sonax.de/app-katalog/data.asp?K=XTR&S=, þar sem ég hef aldrei notað það sjálfur. Þar kemur fram að það sé fínn slípimassi í þvi - nákvæmlega sem maður þarf af og til. Hljómar mjög vel - bara spurning um hvort að hitt Sonax bónið sé ekki líka full aggresívt hvað hreinsunarhliðina varðar.
Mér finnst hinsvegar
mjög undarlegt að þú þurfir að fara svona margar umferðir til að ná góðum árangri - jafnvel á svörtum bíl!
Er ekki bara spurning um að tékka á leirnum?
http://motortrend.com/features/care/112_0304_cc/
Ef þú vilt hinsvegar tapa þér fyrir fullt og allt þá er uppfullt (margra daga hreinsiferli

) af góðum greinum á m5board um þessa hluti, læt þessa 2 linka duga:
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=43528&highlight=clay+bar
http://www.m5board.com/vbulletin/showthread.php?t=28669&highlight=clay+bar