Mér finnst C -línan
mikill gæðabíll. Þú ert að tala um eldgamla S-línu sem eru nánast allir í slæmu ástandi, alltof dýrir og það
kostar alltof mikið að láta gera við. Þetta á ekki við um C-línuna. Þannig skil ég ekki hvað þú átt við með gæði. 190 E var lítill, þröngur og gamall. C-línan er svoleiðis margfalt betri bíll heldur en 190 E.
Þetta er eins og að bera saman gamla BMW 7 línu e23 og BMW e36.
S-línan er auðvitað flaggskipið sem er í raun "over the top" og C-línan er rétt fyrir neðan toppinn. Svo er líka allt annað að tala um C með 4 sílendrum og síðan 6 sílendrum. 4 sílendra bílarnir eru vanalega frekar illa búnir og sérstaklega í Þýskalandi eru sumir C ekki einu sinni með rafdrifnar rúður, Classic og Esprit. En C240 eða C280 er allt annað mál, að ég tali ekki um C36 og C43.
Mér finnst S-línan frekar þunglamalegur í akstri, þótt að krafturinn bæti það vel upp.

C-línan er bara svo miklu betri í akstri og þannig get ég ímyndað mér hvað C280 er örugglega stórkostlegur bíll eftir að hafa átt C200, sem er líka frábær bíll sem mundi ekki segja nei við 2.8 l og meiri útbúnaði. Þó miðað við 2 l vél þá eru þessar vélar mjúkar, hljóðlátar og virka mjög vel miðað við þyngd og þannig.
560 SEC er bara stór feitur cruiser (alveg eins og BMW 850) og C-línan er nokkuð venjulegur en þó frábær lúxus fjölskyldubíll. Hagar sér bara eins og lítil Diet S-lína. Gæðin eru ekkert öðruvísi, enda eru innréttingarnar í þessum Benzum alltaf eins nema aðeins minni eftir stærð bílsins. Hafiði til dæmis farið inn í Benz pall bílanna? Það vantar bara viðarinnréttingu til þess að hún sé "næstum" eins og í S-línunni
Hvað er ég annars að rífast útaf.

Þetta eru báðir frábærir Benzar, og frábærir bílar, bara hvor með sínu lagi.

Það er ekki langt síðan ég ætlaði að kaupa mér svona bíla, og enn í dag slefa ég þegar ég sé svona bíla. Ég er samt ekki mikill hraðafrík. 560 SEC er "over the top" að mínu mati. Benz E-lína og BMW 5-lína finnst mér alveg meira en nóg.
S-línan er eins og "of stór" Sílikon kvenmanns brjóst, en C-línan er eins og vel sköpuð brjóst, akkurat passleg. Sumir fíla
stór brjóst, en sumir ekki.