bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 14:14

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 17:15 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Félagi minn á svona 560 SEC 03/92 einn af þeim allra síðustu
Svartur m/öllu nema AIRBAG farþegameginn hef séð hann og er hann á 18" AMG + Blaupunkt NAVI án vafa einn fallegasti M-B 126 C
sem ég hef séð.

Bíllinn er staðsettur í Hamborg og er ekinn 120.000 KM


Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 19:00 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Mér finnst C -línan mikill gæðabíll. Þú ert að tala um eldgamla S-línu sem eru nánast allir í slæmu ástandi, alltof dýrir og það kostar alltof mikið að láta gera við. Þetta á ekki við um C-línuna. Þannig skil ég ekki hvað þú átt við með gæði. 190 E var lítill, þröngur og gamall. C-línan er svoleiðis margfalt betri bíll heldur en 190 E.

Þetta er eins og að bera saman gamla BMW 7 línu e23 og BMW e36.

S-línan er auðvitað flaggskipið sem er í raun "over the top" og C-línan er rétt fyrir neðan toppinn. Svo er líka allt annað að tala um C með 4 sílendrum og síðan 6 sílendrum. 4 sílendra bílarnir eru vanalega frekar illa búnir og sérstaklega í Þýskalandi eru sumir C ekki einu sinni með rafdrifnar rúður, Classic og Esprit. En C240 eða C280 er allt annað mál, að ég tali ekki um C36 og C43.

Mér finnst S-línan frekar þunglamalegur í akstri, þótt að krafturinn bæti það vel upp. :) C-línan er bara svo miklu betri í akstri og þannig get ég ímyndað mér hvað C280 er örugglega stórkostlegur bíll eftir að hafa átt C200, sem er líka frábær bíll sem mundi ekki segja nei við 2.8 l og meiri útbúnaði. Þó miðað við 2 l vél þá eru þessar vélar mjúkar, hljóðlátar og virka mjög vel miðað við þyngd og þannig.

560 SEC er bara stór feitur cruiser (alveg eins og BMW 850) og C-línan er nokkuð venjulegur en þó frábær lúxus fjölskyldubíll. Hagar sér bara eins og lítil Diet S-lína. Gæðin eru ekkert öðruvísi, enda eru innréttingarnar í þessum Benzum alltaf eins nema aðeins minni eftir stærð bílsins. Hafiði til dæmis farið inn í Benz pall bílanna? Það vantar bara viðarinnréttingu til þess að hún sé "næstum" eins og í S-línunni

Hvað er ég annars að rífast útaf. :shock: Þetta eru báðir frábærir Benzar, og frábærir bílar, bara hvor með sínu lagi. :wink: Það er ekki langt síðan ég ætlaði að kaupa mér svona bíla, og enn í dag slefa ég þegar ég sé svona bíla. Ég er samt ekki mikill hraðafrík. 560 SEC er "over the top" að mínu mati. Benz E-lína og BMW 5-lína finnst mér alveg meira en nóg.

S-línan er eins og "of stór" Sílikon kvenmanns brjóst, en C-línan er eins og vel sköpuð brjóst, akkurat passleg. Sumir fíla stór brjóst, en sumir ekki.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 19:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hehehe, þetta minnir mig nú bara á þátt sem ég sá um daginn á BBC....

Buying a car.. is like making a love to a beutiful woman....

Hehehe.

Sæmi 75C


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 21:26 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
ég held að þú ættir bara að halda þig við þína 4cyl. "kagga" :lol:

C280 er gallagripur (f/utan bíla með M112 vélinni)
M104 vélinn í honum er búinn að fá ég veit ekki hvað mörg service bulletin varðandi sílekandi heddpakkningar og hef ég séð sérstakar bleiur fyrir þær á ebay :roll: og flestir C280 hérna virðast vera tjónabílar frá USA.

Ef ég myndi fá mér W202 væri það C230 Kompressor að öllum líkindum.

Að mínu mati er W126 línan ekki "kona með of stór brjóst" fáránlegri lýsingu hef ég nú ekki heyrt :?
.....heldur einn fallegasta,tímalausasta og mest samsvarandi bílahönnun sem komið hefur í framleiðslu og í raun er útlitið fullkomið með smá lækkun og 18" AMG Monoblocks.


Last edited by . on Thu 27. Feb 2003 21:28, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 21:28 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
þessi er alveg ágæt


http://forums.mbworld.org/forums/attachment.php?s=&postid=300503


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 21:43 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
HHS : Þú sagðist hugsanlega geta reddað mér bílinn á betra verði. Hvað erum við þá að tala um hátt verð???
Helduru að hann væri til í skipti á BMW ???

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 21:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
senti þér PM


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 22:05 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ég vissi ekki þetta með vélina í C280. Gott að fá að vita það, en þá væri það C240 eða C230 Kompressor sem girnilegir kostir. Eða kannski C36 eða C43.

Quote:
Að mínu mati er W126 línan ekki "kona með of stór brjóst" fáránlegri lýsingu hef ég nú ekki heyrt
.....heldur einn fallegasta,tímalausasta og mest samsvarandi bílahönnun sem komið hefur í framleiðslu og í raun er útlitið fullkomið með smá lækkun og 18" AMG Monoblocks.


Þessi samlíking var alls ekkert svo fáranleg, ég kom því fram sem mér finnst oft um þessa og brjóst. Þér finnst greinilega fínt að hafa bílana stóra og kannski viltu brjóstin stór, hvað veit ég um það. Ég var annars bara að leggja áherslu á það að mér finnst svona bílar vera "over the top", of miklir, of stórir, eitthvern veginn bara OF. Mér finnst þetta um þessa stóru bíla, eins og með brjóst, þau geta alveg verið of stór og það sama finnst mér um bíla. Þér finnst þessir bílar greinilega vera æðislegir og það finnst mér að vissu leyti líka. En stærð bitnar á aksturseiginleikunum og það sama má stundum segja um brjóst.

Quote:
ég held að þú ættir bara að halda þig við þína 4cyl. "kagga"


Ég held mig bara við Mözduna mína. :D

En veistu hvort það sé eitthvað viðlíka vandamál með vélina í nýrri C240? Er ekki þessi sama vél í E- bílnum og S-bílnum?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 00:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Vel svarað Gesturinn... það er gaman þegar menn látast ekki espast upp, heldur bara brosa.

Ég tek ofan,
Sæmi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 28. Feb 2003 12:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
Ég ætlaði nú ekki að vera með einhvað skítkast, enn vill bara benda Gesti/num á að það er alveg fullt af svona mafíugaurum sem eiga svona bíla(W126) og ef þeir sjá þetta gæti hann endað með fæturna ofaní sementsbala á botninum á reykjavíkurhöfn :lol:

Það eru ekki brjóstinn sem skipta máli, heldur..eh...persónuleikinn auðvitað :roll: og 560/500 benzar eru með ákveðinn persónuleika sem hikar ekki við að rífa kjaft ef þeim finnst traðkað á sér.

C240 er ágætis bíll held ég , þetta er sama vélinn og í E240 enn er ekki í S-bílnum


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 18 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group