Mér fannst 560 bara alltof dýrir miðað við aldur. Þessi eyðsla, 17 l í blönduðum akstri er mjög mikið, kannski ekki miðað við stóran Benz, en samt mjög mikið. Hvað eyðir hann mikið í borgarakstri? Sennilega hátt í 30 l.
Quote:
Og sá sem keypti C200 í staðinn fyrir 560.....
Ég held þú áttir þig alls ekki á hversu góð C-línan er. Þar að auki er hún miklu nýrri heldur en 560 og mér finnst miklu betri aksturseiginleikar í C heldur en nokkru sinni í 560. 560 er samt miklu meiri cruiser. En C280 er líka gríðarlega og mikill cruiser. Auðvitað munar talsvert um kraftinn, en það er sko alls ekki það sem skiptir öllu máli.
C línan eru frábærir bílar, liprir (miðað við Benz

) og góðir. Síðan fékk ég hann svo ódýrt

En C línan er ein minnsta og einfaldasta leiðin í Benz. En auðvitað er langbest að fá Benz C með 6 sílendra vél, en 4 sílendra vélarnar eru mjög góðar, mjúkar, hljóðlátar og toga mjög mikið. Ég hefði samt frekar viljað C240 eða C280, en þeir kosta svo svakalegan pening.
560 sem kostar 3000 evrur í Þýskalandi þarfnast auðvitað mikils viðhalds, enda eru þetta eldgamlir bílar og það er
enginn 560 hérna heima sem þarfnast ekki mikils viðhalds, sem ekki kostar undir 1,2-1,5 milljón. En auðvitað geturu fengið þér 15 ára gamlar 560 í fínu ástandi hérna heima fyrir 1-1,5 milljón. Fyrir nánast sama pening geturu fengið 6 ára e39 523
Þetta er gömul S-lína, gangi þér vel að finna þannig sem ekki þarfnast mikils viðhalds.
Quote:
fólk sem kaupir svona bíla fattar ekki að þó að það hafi keypta hann á 800 þús þá þarfnast hann áfram umönnunar á við 10 millj. kr bíl.
Ég held að 10 milljóna króna bílar þarfnast einmitt lítið sem ekkert viðhald og þar að auki er það allt í ábyrgð. Ég mundi umorða þetta, og segja fólk sem kaupir svona bíla fattar ekki að þó að það hafi keypta hann á 800 þús þá þarfnast hann umönnunar á við 50 þ kr bíl. Þótt þessi bíll hafi kostar 10 millur fyrir 15 árum síðan þá er þetta ekki sambærilegir bílar og 10 milljón króna nýjir Benzar bila ekki neitt.