bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 18:29

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 12:37 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Ég veit að þetta kemur kannski ekki vel út á þessari BMW síðu, en ég var út á Hótel Loftleiðum í gærkvöldi á fundi og sá þennan svakalega flotta 560 BENZ (já ekki BMW). Þetta eru sudda flottir bílar, ég væri alveg til í að láta minn fyrir svona græju. Hann var blár, á geðveikum felgum og tveggja dyra. Þýskaland rúlar þegar kemur að bílaframleiðslu og looki, enginn spurning.
Veit eitthver eitthvað specs. um þessa þýsku limma s.s þyngd, hö, eyðsla o.fl Líka ef eitthver hefur setið í svona græju.

Manni langar bara að skipta út BMW-inum sínum og fara á næsta bæ :oops: Skömm að segja þetta :oops:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 12:50 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Alls ekki Benzar eru líka æði!

Ekkert að því. Ég hef ekið svona 560 SEC og þetta hreyfist vel en þetta er engin hörku akstursbíll eins og bimmi og svo brakar rosalega í þeim.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 16:28 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
hvaða árg. ?

Ekki myndi ég láta 750 fyrir 560 benz, þetta eiðir meira en andskotinn þó þetta eru gæða tæki.

_________________
91 E34 BMW 518i
Image
-Don't argue with stupid people they will only drag you down to their level and beat you with expirience.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 18:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
þetta eru 299 hö og togar milli 450-500 NM

Ég man eftir ´tveimur góðum sögum af svona bíl:::::::::

1) Grænn 560 SEC var til sölu á Bílahorninu (sáluga),, verið var að færa hann til er 2 guttar komu á nýlegum Camaro 92/93/94 og spurðu hvort þeir væru til í að spyrna???? Jaaaaaa áhverju ekki,, þeir toku hvert runnið á fætur öðru og 560 stakk Camaroinn af í öll skiptinn
ps Meðan 560 æddi af stað stóð Camaro eftir í reykjarmekki....

2) lennti í spyrnu við svona bíl þegar ég var með túrbóið í M-20 2.5L
E-34 við vorum hnífjafnir,,,, en byrjuðum á ferð,,(hann hefði stungið mig af í startinu) 3) lennti eina nótt í spyrnu við 500 SEC og týndi honum!! EENNNNNNNNNNN eigandinn ellti mig heim og spurði hvaða bíll er þetta eiginlega ( þetta gerðist 1996) Ég hef aldrei tapað áður sagði hann,,, Egandinn var hinn margumtalaði FRANKLÍN STEINER


Góðar stundir
Sv.H


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 20:00 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Svona 560 SEC bílar eru sífellt að lækka í verði, en þeir eru ennþá ALLTOF dýrir hérna heima. Mjög margir af þessum bílum hafa mjög vafasama fortíð og eru í mjög misjöfnu ástandi. Það margborgar sig að flytja inn svona bíl. 560 SEC kostar frá 3000 Evrum í Þýskalandi. Þeir eru þá mjög mikið eknir, en eins og með BMW þá þola þeir mikinn akstur léttilega, ef réttu viðhaldi hefur verið sinnt.

Ég heillaðist af svona bílum og Mercedes almennt, fyrir nokkru síðan, en komst að því að því hvað 560 bílarnir væru misjafnir. Ég fékk mér í staðinn C200 og mig hefur ekkert langað í 560 SEC síðan, reyndar sá ég einn til sölu um daginn fyrir lítið og þá klæjaði mig svolítið. Í akstri eru þessir bílar algjör draumur. Ég er alls ekki sammála Bebecar að það braki mikið í þessum bílum, en það er sennilega misjafnt eftir bílum. En frá minni reynslu þá brakar almennt meira í innréttingu í BMW heldur en í Benz. Ég hef nefnilega aldrei orðið var við brak og skrölt í Benz, en ég hef orðið pínúlítið var við brak og skrölt í BMW. Talsvert hefur verið kvartað vegna e39 útaf braki og skrölti í innréttingu.

Quote:
2) lennti í spyrnu við svona bíl þegar ég var með túrbóið í M-20 2.5L
E-34 við vorum hnífjafnir,,,, en byrjuðum á ferð,,(hann hefði stungið mig af í startinu) 3) lennti eina nótt í spyrnu við 500 SEC og týndi honum!! EENNNNNNNNNNN eigandinn ellti mig heim og spurði hvaða bíll er þetta eiginlega ( þetta gerðist 1996) Ég hef aldrei tapað áður sagði hann,,, Egandinn var hinn margumtalaði FRANKLÍN STEINER


Stórskemmtilegt. Kemur ekki á óvart að Steiner hafi verið á svona bíl. Ótrúlega margir vafasamir menn hafa eitt eða eiga gamla S Benza. :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 26. Feb 2003 23:54 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
morgvin wrote:
hvaða árg. ?

Ekki myndi ég láta 750 fyrir 560 benz, þetta eiðir meira en andskotinn þó þetta eru gæða tæki.



Ég veit ekki alveg hvaða árgerð, stóð ekki aftan á :lol:
En hefur örugglega verið '88+

Ég veit nú ekki hvort það sé skemmtilegra að keyra 750 eða 560Benza, örugglega mjög svipaður kraftur og aksturseiginleikar þannig að það er lítið hægt að bera saman. Ég væri sko alveg til í felgurnar sem voru undir bílnum, eins djúpar og eiga vera og breið dekk.
Hef alltaf verið hrifinn af báðum týpunum (hef alltaf verið hrifinn af þessu stóru limmum með pleanty of poweri og þessu dópistalúkki 8) aldrei verið sérstaklega hrifinn af þristum né þessu ''litlu''
Fimmurnar eru það allra minnsta sem ég vill láta sjá mig á. - Vona að eigendur ''litlu'' bílanna taki þetta ekki sem móðgun né slíkt, bara mismunadi skoðun :wink:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 02:08 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
Datt í hug að bæta aðeins við hérna.

560 SEC er að eyða ca 17L 100km í blönduðum akstri og mér finnst það ekki mikið miðaða við 300 hö bíl.

ég á 4 dyra útgáfuna af svona bíl og hef ekki orðið var við brak?? í innréttingunni ég hef líkað prófað marga svona bíla bæði SE/L og SEC enn hef ekki orðið var við eitthvað brak í þeim. Prófaði td 500 SE í dag og kaupi hann mjög líklega.

Bæði 500 og 560 hafa sömu vélina nánast enn munurinn er að 560 er með annað crankshaft og er 1cm slaglengri.

500:
265 hp (195 kW)
/5200 rpm
390 Nm /3750 rpm

560:
300 hp (220 kW)
/5000 rpm
430 Nm /3750 rpm

0-100 km/h:
560: 6.9 sec
500:7.2

Þegar þú kaupir svona bíl ertu ekki að spara með því að finna ódýrasta bílinn, bíll sem kostar 3000e í Þýskalandi er mjög líklega í slöppu standi og þarfnast líklega mikils viðhalds, fólk sem kaupir svona bíla fattar ekki að þó að það hafi keypta hann á 800 þús þá þarfnast hann áfram umönnunar á við 10 millj. kr bíl.

Og sá sem keypti C200 í staðinn fyrir 560..... :roll: :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 08:59 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Mér fannst 560 bara alltof dýrir miðað við aldur. Þessi eyðsla, 17 l í blönduðum akstri er mjög mikið, kannski ekki miðað við stóran Benz, en samt mjög mikið. Hvað eyðir hann mikið í borgarakstri? Sennilega hátt í 30 l.

Quote:
Og sá sem keypti C200 í staðinn fyrir 560..... :roll: :D


Ég held þú áttir þig alls ekki á hversu góð C-línan er. Þar að auki er hún miklu nýrri heldur en 560 og mér finnst miklu betri aksturseiginleikar í C heldur en nokkru sinni í 560. 560 er samt miklu meiri cruiser. En C280 er líka gríðarlega og mikill cruiser. Auðvitað munar talsvert um kraftinn, en það er sko alls ekki það sem skiptir öllu máli.

C línan eru frábærir bílar, liprir (miðað við Benz :) ) og góðir. Síðan fékk ég hann svo ódýrt :) En C línan er ein minnsta og einfaldasta leiðin í Benz. En auðvitað er langbest að fá Benz C með 6 sílendra vél, en 4 sílendra vélarnar eru mjög góðar, mjúkar, hljóðlátar og toga mjög mikið. Ég hefði samt frekar viljað C240 eða C280, en þeir kosta svo svakalegan pening. :shock:

560 sem kostar 3000 evrur í Þýskalandi þarfnast auðvitað mikils viðhalds, enda eru þetta eldgamlir bílar og það er enginn 560 hérna heima sem þarfnast ekki mikils viðhalds, sem ekki kostar undir 1,2-1,5 milljón. En auðvitað geturu fengið þér 15 ára gamlar 560 í fínu ástandi hérna heima fyrir 1-1,5 milljón. Fyrir nánast sama pening geturu fengið 6 ára e39 523 8)

Þetta er gömul S-lína, gangi þér vel að finna þannig sem ekki þarfnast mikils viðhalds.

Quote:
fólk sem kaupir svona bíla fattar ekki að þó að það hafi keypta hann á 800 þús þá þarfnast hann áfram umönnunar á við 10 millj. kr bíl.


Ég held að 10 milljóna króna bílar þarfnast einmitt lítið sem ekkert viðhald og þar að auki er það allt í ábyrgð. Ég mundi umorða þetta, og segja fólk sem kaupir svona bíla fattar ekki að þó að það hafi keypta hann á 800 þús þá þarfnast hann umönnunar á við 50 þ kr bíl. Þótt þessi bíll hafi kostar 10 millur fyrir 15 árum síðan þá er þetta ekki sambærilegir bílar og 10 milljón króna nýjir Benzar bila ekki neitt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 11:38 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
17 lítrar í blönduðum akstri er ekkert sérlega mikið miðað við þessa vélastærð og aflið. Minn er að eyða mjög svipuðu en dettur alveg niður í langkeyrslu.
Skv. þessum tölum sem HHS birti þá eru 750 bílarnir örlítð kraftmeiri, sama hö talan en með meira tog (450NM)
HHS : Veistu nokkuð hvað þeir eru þungir???

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 13:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
Þetta er sko bíll í lagi

Image

Reyndar frekar dýr (1.500.000)


Vitiði hvernig Benzin sem er með einkanr. MAFIAN er???

Ég fer bara að verða ástfanginn af þessum bílum :oops:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 14:57 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
BMW 750IA: ég gæti sjálfsagt reddað þér Miklu betri díl á þessum bíl ef þú vilt, sendu mer bara PM eða E-mail þú hefur áhuga ég held að hann sé enn óseldur enn það þarf eitthvað að gera við hann held ég.


Þyngd:

1800 kg (SE)
1830 kg(SEL)
1760 kg(SEC)

Mafian er 560 SEC eða var það allavega í sumar.

ég gæti grafið upp samanburð á BMW 750 og 560 SE úr bílablaði einhverstaðar á pdf......



Quote:
Ég held þú áttir þig alls ekki á hversu góð C-línan er.


ég hef prófað einn C220 og fannst það ágætis bíll, gott handling enn gæðinn voru ekki þau sömu og í 560 w126 bílnum kannski í meira í samræmi við 190 E W201.

Fyrir utan það að þetta eru algjörlega ósambærilegir bílar..epli og appelsínur.. C200 er 4 dyra fjölskyldubíll...enn 560SEC er fíniserað tryllitæki.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 15:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Hérna er gömul grein úr AMS samanbuður á þessum tryllitækjum.
http://shrubbery.student.utwente.nl/images/article/AMS_Doppeltest_560SEL_vs_750iL.pdf
Benz'arinn er fyrir gamla kalla BMW er fyrir töffara 8)

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 15:34 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Bjarki wrote:
Benz'arinn er fyrir gamla kalla BMW er fyrir töffara 8)

Hehehehe 100% sammála :twisted:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 15:50 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Tue 21. Jan 2003 13:43
Posts: 878
Location: Reykjavík
Bjarki wrote:
Hérna er gömul grein úr AMS samanbuður á þessum tryllitækjum.
http://shrubbery.student.utwente.nl/images/article/AMS_Doppeltest_560SEL_vs_750iL.pdf
Benz'arinn er fyrir gamla kalla BMW er fyrir töffara 8)


Þetta var einmitt greinin sem ég hafði í huga.

Þessi bíll er fyrir gamla kalla:
Image

Enn ekki þessi:
Image
og þessi:
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Feb 2003 15:59 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
VÁÁÁ hvað þessi er flottur :shock: :shock:
Ohhh hvað mig langar í :? , en .....

Eitt óþolandi við þessa grein. ÞAÐ ER ALLT Á ÞÝSKU :?

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 25 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 17 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group