bimmer wrote:
Kristján, þessi vél sem þú ert að spá í lítur nokkuð vel út.
Það sem ég myndi skoða er:
Raptor diskur - þessi diskur er _mjög_ hávær og ef þú ert eitthvað að spá í að hafa heimavél sem á ekki að hljóma eins og borvél þá ættirðu að skoða aðra diska. Þessir diskar virka hins vegar vel (er með svona diska í nokkrum vélum hjá mér, Dual Xeon 3ghz með dual 36gb strípuðum raptorum).. (vill einhver útskýra þetta fyrir Alpina...)
EKKI fá þér ATI kort. Er búinn að vera í tölvugrafík síðan Trident skjákort voru málið, sem er MJÖG langt síðan, og reynslan af ATI er slæm. ATI eru með drivera dauðans og það er eilíft vesen með þá. Speccarnir á kortunum eru hins vegar fínir.
6800GT er gott val, þeir hjá Tomshardware segja "The DOOM III world belongs to Nvidia"
Smá correction
Ati
var með drivera dauðans og það
var eilíft vesen með þá. Man t.d. vel eftir Radeon 8500 hjá félaga mínum og það var aldrei til friðs. Ég er sjálfur með Radeon 9800pro og það er alveg að gera góða hluti og engin driver vandamál.
Já og þetta innlegg með Raptor diskanna er alveg þarft að minnast á. 10.000rpm láta vel heyra í sér...
Svo er eitt sem mig langaði að spyrja þig að Kristján: Hvað kosta herlegheitin? Þú gerir þér væntanlega grein fyrir því hvað tölvur eru ömurleg fjárfesting
