bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 13:40

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sat 22. Feb 2003 15:07 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
sælir strákar.. ég eyddi síðustu viku í borg óttans og var þar í þeim erindagjörðum að þræða bílasölur borgarinnar og reyna finna eitthvað sem ég væri nógu sáttur við til að keyra heim og líklegast bruna á næsta árið eða svo..

eins og þið getið ýmindað ykkur þá skoðaði ég nú nokkra bmw-a og prufaði þá nokkra líka og var það einmitt það sem ég ætlaði að tala um :roll:

ég prufaði tvo 316 compackt ( :? ) og verð ég bara að segja að ég varð fyrir massívum vonbrigðum með þessa bíla jú það var svoum fínt að keyra þá og sætin voru mjög góð en mér fannst innrétingin í þeim bara hreynlega óvönduð og alls ekki það sem maður býst við af bmw. :(

En.. ég var svosum ekki í neinni ástarsorg þar sem ég hef alltaf talið compacktin vera svarta sauðin í annars fallegri fjölskyldu..

einnig prufaði ég 523 e39 96árg komin í 200k og þetta var eins og að keyra nýjan bíl þvílík snilld.. þetta eru að mínu mati ekki bara fallegustu heldur eitt af allra skemmtilegustu bílum sem ég hef prufað og innrétingin í þeim er sko ekki cheap.

einnig prufaði ég 318is 95 með leðri lúgu ssk og alveg fullt af búnaði og var sá bíll einnig alveg súperfínn og var ég staðráðin í því að kaupa hann ef ég fengi ekki bílin sem ég var búinn að bjóða í að svo stöddu.
það var einmitt slabb og drulla og ég skemmti mér alveg konunglega :P

En.. það var einn bíll sem átt hug minn og hjarta og langar mig alveg sjúklega í en því miður bara sé ekki alveg frammá að getað átt..
á bílasölureykjavíkur/benna stendur svartur 740! 94árg á 17 eða 18" alpina felgum ekinn eithtvað tæplega 200.. ég skoðaði þennan bíl og startaði honum og sona og þetta er alveg sjúklega flott græja og af mínu mati er 740 topp sjöan :wink: reyndar finnst mér verðið á honum sona aðeins útí hróa en það er sett á hann 1590 en eflaust hægt að kýla það vel niður.. endilega tjekkið á þessum bíl..

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Feb 2003 16:06 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Quote:
...og var ég staðráðin í því að kaupa hann ef ég fengi ekki bílin sem ég var búinn að bjóða í að svo stöddu.


Ekki keyptir þú Nissan Maxima fram yfir mjög fína e32, e36 og e39.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 22. Feb 2003 16:35 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
íbbi wrote:
ég prufaði tvo 316 compackt og verð ég bara að segja að ég varð fyrir massívum vonbrigðum með þessa bíla jú það var svoum fínt að keyra þá og sætin voru mjög góð en mér fannst innrétingin í þeim bara hreynlega óvönduð og alls ekki það sem maður býst við af bmw.


Hehe... ég er sammála þér í þessu. Sérstaklega finnst mér 316 bíllinn sá mest óspennandi BMW sem ég gæti hugsa mér.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 02:20 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 17:41
Posts: 1387
Hey dont diss the 316i, það er hægt að reik spóla á honum.(bara á öðru dekkinu reyndar :roll: ), frændi minn bremsaði að framan og spólaði að attan, það var nokkuð nett, :twisted: ég var búinn að missa allt álit á bílnum en eftir þessar æfingar fanns mér bílinn bara nokkuð cool 8)

_________________
Tómas
BMW 325ic '95
Isuzu Trooper '99


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 14:05 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Dec 2002 18:26
Posts: 521
Location: Reykjavík(Selás)
var búið að smyrja 740i bílinn ???

Prófaði hann fyrir skömmu og leist mjög vel á en rauðu smurningsljósin voru óhugnaleg og ég spurði gaurinn á bílasölunni hversu langt síðan hann var smurður og hann sagði að það væri búið en svo komumst við að þeirri niðurstöðu að það var ekki búið. en annars glæsilegur bíll(það var reyndar mjög þungt loftið en það er bara notkunarleysi).
Og jú svo eru þetta mjög svo fallegar felgur =)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 18:35 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
jú ég tók maximuna framyfir þessa bíla enda fór ég þannig séð suður til að kaupa hana...

bimmarnir voru fínir jú, en það er margt annað sem spilar inní. þessir bílar voru allir mun eldri,meira eknir, og fyrir utan 740 bílin ekki næstum því jafn vel búnir.

e39 bílin hefði ég tekið hefði hann ekki verið kominn í 200k og kostað hátt í tvær milljónir.. og að mér líkaði alls ekki að hafa sona bíl bsk.

318is bíllin var sá sem helst kom til greina en ég var á höttunum eftir stærri bíl enda kominn með leið á að þurfa að standa upp til að hleypa fólki inn/út.

veit að þið sumir skiljið ekkert í manni að taka eitthvað sem er japanskt fram yfir bmw en ég er ekki sú týpa sem kaupi mér bmw bara af því að hann heitir bmw.

maximan heillaði mig mest af bílum á því verðbili sem ég var að skoða. alger gullmoli fullorðinn læknir sem átti hana á undan mér. 97árg ekin 70þús. leður.rafm í rúðum speglum sætum loftneti og flr. Ac, tölvustýrð miðstöð, úti/innihitamælir, ssk, spólvörn skriðvörn.viðarklæðning, þjófavörn, 6cyl, svört að innan og utan hiti í sætum og margt margt flr bíllin er frábærlega þægilegur í akstri og umgengni og ég er sáttur.. en það er nú einusinni það sem þetta snýst allt um..

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 18:50 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
það er nú hægt að spóla á hvaða afturdrifs bíl sem er held ég.. ég spólaði einu sinni dekkjaganginn undann 240gl volvo.. ég átti einu sinni mustang með 2.3l fjarka (síðar 351w :twisted: ) og ekki var mikið mál að spóla á honum.. en það furðulegasta er held ég þegar ég stóð bæði bremsuna og gjöfina í einu á 4runnernum sem ég átti og gamli byrjaði bara að mökka.. og hann var læstur.. :P

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 18:56 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Oct 2002 11:33
Posts: 559
Location: Garðabær
Þessi 740i, E32 er einn sá fallegasti, en þetta er samt gallagripur... ég fór í gær og ætlaði að skoða hann og þá er ekki hægt að komast inn í hann!!!
Hann fer í viðgerð og verður seldur í lagi, en eg mundi ekki þora að kaupa hann, upp á það að hann fari að bila svona, það er dýrt að gera við rafkerfin í þessum bílum :? Ég prófaði samt bíl í gær sem ég ætla að spá í og hver veit nema að ég skelli mér á hann... Ég féll gjörsamlega fyrir honum... BMW 730i V8 ´93 ek. 182 þús, blár metallic og ekkert smá flottur og góður bíll, reyndar eru farin að heyrast hljóð úr vélinni sem mér leist ekki á, en það má láta sig dreyma um svona tryllitæki í innkeyrsluna heima :D

_________________
Gunnar Hans - Alltaf á löglegum hraða :twisted:
-BMW 318i E36 ´93 - Seldur...
-Honda Prelude 2,0 4th-Generation - Seldur...
-Honda Accord 2,0 EXE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 19:14 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Jájá, Maxima er að vissu leyti mjög góður bíll. Það þekkist varla að þeir bili, ódýrir, vel búnir og fínustu vélar.
Hinsvegar þá finnst þeir líta út eins og Toyota Carina eða eitthvað álíka japanskt. Síðan er eru aksturseiginleikarnir ekki svo góðir. Innréttingin er ólagleg og ferlega japönsk, ósérstök og gæti alveg eins verið úr Mözdu. Það er samt ekki langt síðan að ég var að pæla í að kaupa svona Maxima, en ég hætti fljótlega við.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 19:34 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
ég er nefnilega ekki sammála.. þær eru jú japanskar í útliti enda eru þær japanskar þannig að það er svosum afsakanlegt.. innrétingin er einmitt það sem heillaði mig.. bíllin er nefnilega mun vandaðari og fágaðari að innan heldur en flestir sambærilegir jap bílar finnst mér og akstureiginleikarnir eru góðir og ég stend fastur á því enda er ég varla búinn að stíga útúr bílnum síðan ég fékk hann.. og trúðu mér ég er mjög mikill sérvitringur á bíla.. ég brunaði frá rvk til ísafjarðar á rúmum 4 tímum ( var 5 tíma og 13 mínótur með hamborgara stoppi og nokkrum sígarettu stoppum) ég lá yfir reynsluaksturblöðum og flr sambærilegu áður en ég keypti hana og þar var einmitt hrósað þeim fyrir aksturseiginleikana og mér finnst þeir mun betri en tildæmis Galant.. sem er að mínu mati sá bíll sem er hvað sambærilegastur við maximuna.
einnig finnst mér hljóðeinangrunin fín.. En auðvita er bíllin ekki gallalaus frekar en nokkur annar bíll.. hann t.d er t.d alls ekki nógu japanskur á bensíneyðsluna.. er að fara tæpa 100km á þúsundkallinum

en ég er nokkuð viss um að með réttu felgunum og flr dóti má gera þessa bíla alveg fína í útliti en orginal eru þeir mjög látlausir og bera í raun ekki með sér hvers konar bílar þeir eru að mínu mati..

en þetta er mitt álit því má ekki gleyma.

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 23. Feb 2003 22:55 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
Ég hef einnig flett í gegnum bílablöð með þeim tilgangi að skoða álit bílaspekúlanta á ýmsum bílum. Maxima hefur oftar en ekki fengið slaka dóma, þó sérstaklega fyrir style og gríðarlega látlaust yfirbragð (alltof látlaust). En lág bilanatíðni og gríðarlega góðar vélar gera útslagið fyrir suma, en hingað til hef ég ekki orðið var við hrós á innréttinguna. Ef maður vill nálgast BMW á japanska háttinn (lág bilanatíðni, óspennandi innréttingar og framhjóladrif), þá er Maxima nokkuð ofarlega, aðra bíla sem ég gæti nefnt er sérstaklega Lexus (reyndar afturhjóladrifinn, enda lang langeigulasti BMW-wannabe japani að mínu mati) og síðan MMC Galant. Maximan kemur nokkuð fyrir aftan þessa bíla.

Mér fannst Maxima vera mikið cruiser, alls ekki sportlegir aksturseiginleika, talsvert þægilegir, en útlitið er þannig að maður gæti ruglast á næstu Carinu, Primeru, Almeru eða hvað þeir nú heita.

En jú, þetta er nú bara mitt álit. :roll:

En til hamingju með nýjan bíl, þetta eru mjög eigulegir bílar að mörgu leyti og maður getur örugglega verið mjög afslappaður eigandi og laus við stress. Maxima er fyrsta skrefið í stóran feitan BMW/Benz.

Þegar ég er að leita mér að bíl til að kaupa þá hugsa ég mér hvernig það væri að eiga bílinn, t.d. hvort ég mundi taka alls konar króka og vildi helst aldrei yfirgefa bílinn. Finnst þér Maxima vera þannig bíll að þú vilt helst ekki fara út úr honum. Til dæmis þarft að skreppa smá og tekur alls konar króka því það er svo gaman að keyra hann?? :idea: :?:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Feb 2003 01:05 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
jább.. maximan er einmitt bíll sem ég hef gaman af því að keyra og get ýmindað mér að eiga í góðan tíma.. ef svo væri ekki þá hefði ég aldrei keypt hana til að byrja með..

ég var einmitt að leyta mér af galant en ég hef einmitt verið mjög mikið á nýjustu kynslóð af galant og líkar vel við þá.. en ég rak augun í maximuna fyrir tilviljun og fyrir mína parta þá er ég hrifnari af því að keyra hana en galantin, en álit manna eru mismunandi.. ég gæti til dæmis nefnt mann sem steig útúr 750 bmw og sagðist aldrei nokkurntíman borga fyrir sona bíl og helst ekki vilja sjá sona bíl aftur.. hljómar skrýtið? en sona er þetta það líkar ekki öllum það sama og þessvegna er fólk væntanlega á mismunandi bílum.. meina finnst þér einhver glóra í að kaupa nýjan yaris á tæplega 1.5 millur? ég reikna ekki með því.. en ef þú talar við eigandan Þá kæmi hann eflaust með jafn gildar ástæður fyrir því að eiða slíkum pening í nýjan yaris og að kaupa notaðan bmw..
það eru ekki allir með sömu skoðanir og þú.. og það þýðir ekki að þeir hafi rangt fyrir sér.

já ég er sammála því að maximan er mjög látlaus í útliti en mér er nokkuð sama um það og er ég svo skrýtin að það heillar mig meira þegar hlutirnir koma á óvart og voru meira en þú væntir heldur en þegar þeir eru flazzy og flottir og standa síðan ekki undir því.. en ég á því að maximan veldur manni ekki vonbrigðum meðað við hverju maður bjóst við..

síðan kannski spilar aðeins inní að að það er voðalega lítið ef eitthvað þá að fólk hafi verið að gera eitthvað fyrir maximunar.. þær eru allar eins í mesta lagi búið að skipta um felgur eða setja spoiler á skottið á henni, en mér finnst einmitt það sama gilda um hana og bmw að það bara er ekki þeirra "thing" að vera troða spoilerum útum allt..

já hún er óneitanlega mikill cruiser ég fékk að kynnast því þegar ég keyrði hana vestur og það var einmitt það sem mér líkaði.. hékk mest alla leiðina í 150-180 og hún fann ekki fyrir því.. enginn hávaði Þótt það væri brjálað rok, veghljóð og vélarhljóð voru ekkert að trufla mig,
sportlegir aksturseiginleikar... hefði ég haft þá af takmarki hefði ég keypt mér imprezu turbo eða einhvern slíkan bíl, aksturseiginleikar maximunar standast vel rúmlega mínar kröfur og reyndar finnst mér persónulega þeir bara mjög fínir bíllin er mjög fastur við götuna hallast mjög lítið í beygjum og virkar mjög öruggur í akstri við flestar aðstæður.

ég veit að það hljómar eins og ég sé að reyna halda því fram að þetta sé besti bíll í heimi en í guðana bænum ekki taka því á þann máta því ég er alls ekki af því.. þér líkar greinilega ekki við þessa bíla en svo að þú bara verður að láta mig vita af því.. og virðist greinilega ekki skilja að ég er ánægður með hana og þýnar skoðanir á því eru bara ekki breyta neinu um það enda á ég bílin en ekki þú og ég kem til með að vera á bílnum en ekki þú.

og.. hefði ég verið að leyta mér af feitum bmw eða benz þá hefði ég eflaust keypt mér feitan bmw eða benz..

hvaða ógurlega tæki ekur þú svo um á?

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 24. Feb 2003 09:42 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Fri 07. Feb 2003 17:28
Posts: 342
Location: Reykjavík
:shock: 2-0 fyrir íbba.

Þarna var ég nú skotinn í kaf. Ég held ég skrifi bara með litlum stöfum héðan í frá. :oops:

Við skulum bara láta það vera að minnast á minn bíl. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Feb 2003 10:34 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Hehe... Mórallinn alltaf í fínu lagi hér.

Af mínum "net"kynnum af Ívari og hans bíladellu þá vil ég segja það að það er vonlaust að þræta við hann því hann er afskaplega hreinn og beinn og normal í öllum þankagangi - hann er með báðar fætur á jörðinni og þessvegna hefur hann keypt Maxima bílinn!

Það má líka bæta því við að það er mjög auðvelt að tjúna Maxima bíla :wink:

En, til hamingju Ívar - verst að þú kíktir ekki á mig og M5 - ég hefði farið með þig snúning :P

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 25. Feb 2003 18:39 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Sat 26. Oct 2002 19:51
Posts: 185
þakka þér ingvar :D já ég hefði verið til í það :P maður bara gleymdi þessu.. :?

já ég var einmitt búinn að vera spá í því hvort það væri ekki hægt að gera eitthvað sniðugt fyrir þessa vél.. v6 24v og 2 yfirliggjandi kambásar,

gunni hvernig er það með piggy back tölvurnar og það hjá ykkur ganga þær ekki í maximuna?

_________________
"Drive it like you stole it!"
Maxima Qx v6.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 20 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 26 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group