SELDUR
Til sölu er einn af mínum hjartans bílum. Ég var búinn að lofa þessum bíl, en ekkert virðist ætla að verða af þeim kaupum svo hann er hér með auglýstur til sölu.
Þetta er fyrrum 745i bíll, en ég tók vélina úr honum og hún hvílir nú í sexunni minni. Í bílnum
núna er vél úr 735i bíl (218hö), ásamt 4ra gíra sjálfskiptingu.
Víkjum þá nánar að gripnum:
Fyrst skráður í Þýskalandi 12.12.1984
Innfluttur frá Þýskalandi
1995 akstursstaða þá c.a. 200.000km
Ekinn 252.000 km í júlí 2004. Hann er því mjög lítið ekinn á Íslandi, enda ryð í bílnum mjög lítið!!!
Ég hef átt bílinn síðan árið 2000 og hann var keyrður 233.000 þegar ég eignaðist hann.
Liturinn er Zobelbraun metallic, dökkbrúnn sanseraður litur. Ekki kannski það mest sportlegasta í heimi, en mjög virðulegt og passar ekkert smá vel með innréttingunni sem er öll úr buffaló leðri.
Bíllinn er svokolluð "Executive" útgáfa, en það var ásamt "Highline" best útbúnu bílarnir sem komu frá BMW.
(hægt að lesa um það hér)
Það helsta sem er af búnaði:
-Rafdrifnar rúður
-Rafdrifin sæti að framan
-Fjarstýrt farþegasæti að framan úr miðjustokk aftur í
-Stýring fyrir útvarp úr miðjustokk aftur í
-ABS
-Aksturstölva
-Samlæsingar
-pluss mottur
-Gardína í afturglugga
-Læst drif
-Góðir hátalarar bæði að aftan og framan!
Plúsar!
Í bílnum er allt nýtt í afturbremsum, handbremsan, bremsudiskar, handbremsubarkar ofl.
Bremsur að framan eru mjög góðar líka, finnst ekki minnsti titringur þegar bremsað er.
Það er mjög lítið ryð í bílnum. Þetta er án vafa einn besti bíllinn sem fyrirfinnst hér á landi af þessarri gerð, ég veit bara um 3 aðra bíla hér á landi sem koma nálægt þessum hvað það varðar.
Nýjir gúmmípúðar í afturfjöðrun frekar mikið mál að skipta um

Bætti aksturseiginleikana mikið.
Innréttingin í þessum bíl er MJÖG falleg og heil.
Bíllinn var hjólastilltur fyrir 20.000.- km. síðan
Mínusar:
Það er eitt og annað sem þarf að gera við þennan bíl. Það helsta er:
Það þarf að mála framstykkið fyrir framan húddið ásamt framstuðara (málningin fylgir með).
Skipta um farþegahurð að framan, önnur fylgir með
Laga litla dæld á afturhorni h/m
Glæran er farin að flagna aðeins hér og þar.
Læsing bílstjóramegin er stíf, mjög erfitt að opna þar með lykli. Hægt að loka, en þarf eiginlega að opna farþegamegin eða í skottinu. Hefur orðið svona smám saman síðan ég hætti að nota bílinn.
Olíuþrýstingsljósið er lengi að fara út eftir ræsingu þegar bíllinn er kaldur. Þetta er krónískur galli í M30 vélunum í þessum bílum, olían lekur niður úr heddinu og blokkinni og tekur því tíma að ná aftur til skynjarans sem er efst í heddinu. Ekkert sem skemmir vélina 1,2 og 3 (guð veit hversu hollt þetta er, margir hafa ekið með þetta svona LENGI). En þetta mætti að sjálfsögðu gjarnan laga.
Númerin liggja inni eins og er, en þau eru til og bíða bara eftir að vera tekin út. Bíllinn var í notkun fyrir ári síðan. Hann kemur til með að renna í gegnum skoðun, ég skal kvitta upp á það í söluafsalinu..
Bíllinn selst ódýrt ef hann er tekinn núna, áður en ég tek skrens á honum. Þetta er bíll sem ég hefði ekki viljað selja á minna en 250þús, en það kostar tíma og svolítinn pening að laga hann og ég er til í að láta hann fyrir
180þús.. Þá er ég að tala um að láta hann með 14" crossspoke felgum, en ekki 16" felgum sem hann stendur núna á.
Bíllinn þarf helst að seljast fyrir 27 Júlí, þá fer ég erlendis í 2 vikur og næst ekki í mig til að skrifa undir fyrr en eftir það
Sæmi
699-2268
smu@islandia.is