bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 20:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Mon 19. Jul 2004 00:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
SELDUR


Til sölu er einn af mínum hjartans bílum. Ég var búinn að lofa þessum bíl, en ekkert virðist ætla að verða af þeim kaupum svo hann er hér með auglýstur til sölu.

Þetta er fyrrum 745i bíll, en ég tók vélina úr honum og hún hvílir nú í sexunni minni. Í bílnum núna er vél úr 735i bíl (218hö), ásamt 4ra gíra sjálfskiptingu.

Víkjum þá nánar að gripnum:

Fyrst skráður í Þýskalandi 12.12.1984

Innfluttur frá Þýskalandi 1995 akstursstaða þá c.a. 200.000km

Ekinn 252.000 km í júlí 2004. Hann er því mjög lítið ekinn á Íslandi, enda ryð í bílnum mjög lítið!!!

Ég hef átt bílinn síðan árið 2000 og hann var keyrður 233.000 þegar ég eignaðist hann.

Liturinn er Zobelbraun metallic, dökkbrúnn sanseraður litur. Ekki kannski það mest sportlegasta í heimi, en mjög virðulegt og passar ekkert smá vel með innréttingunni sem er öll úr buffaló leðri.

Image

Image

Image


Bíllinn er svokolluð "Executive" útgáfa, en það var ásamt "Highline" best útbúnu bílarnir sem komu frá BMW.
Image

(hægt að lesa um það hér)


Það helsta sem er af búnaði:

-Rafdrifnar rúður
-Rafdrifin sæti að framan
-Fjarstýrt farþegasæti að framan úr miðjustokk aftur í
-Stýring fyrir útvarp úr miðjustokk aftur í
-ABS
-Aksturstölva
-Samlæsingar

Image

-pluss mottur
-Gardína í afturglugga
-Læst drif
-Góðir hátalarar bæði að aftan og framan!

Plúsar!

Í bílnum er allt nýtt í afturbremsum, handbremsan, bremsudiskar, handbremsubarkar ofl.

Bremsur að framan eru mjög góðar líka, finnst ekki minnsti titringur þegar bremsað er.

Það er mjög lítið ryð í bílnum. Þetta er án vafa einn besti bíllinn sem fyrirfinnst hér á landi af þessarri gerð, ég veit bara um 3 aðra bíla hér á landi sem koma nálægt þessum hvað það varðar.

Nýjir gúmmípúðar í afturfjöðrun frekar mikið mál að skipta um :? Bætti aksturseiginleikana mikið.

Innréttingin í þessum bíl er MJÖG falleg og heil.

Bíllinn var hjólastilltur fyrir 20.000.- km. síðan

Mínusar:

Það er eitt og annað sem þarf að gera við þennan bíl. Það helsta er:

Það þarf að mála framstykkið fyrir framan húddið ásamt framstuðara (málningin fylgir með).

Skipta um farþegahurð að framan, önnur fylgir með

Laga litla dæld á afturhorni h/m

Glæran er farin að flagna aðeins hér og þar.

Læsing bílstjóramegin er stíf, mjög erfitt að opna þar með lykli. Hægt að loka, en þarf eiginlega að opna farþegamegin eða í skottinu. Hefur orðið svona smám saman síðan ég hætti að nota bílinn.

Olíuþrýstingsljósið er lengi að fara út eftir ræsingu þegar bíllinn er kaldur. Þetta er krónískur galli í M30 vélunum í þessum bílum, olían lekur niður úr heddinu og blokkinni og tekur því tíma að ná aftur til skynjarans sem er efst í heddinu. Ekkert sem skemmir vélina 1,2 og 3 (guð veit hversu hollt þetta er, margir hafa ekið með þetta svona LENGI). En þetta mætti að sjálfsögðu gjarnan laga.



Númerin liggja inni eins og er, en þau eru til og bíða bara eftir að vera tekin út. Bíllinn var í notkun fyrir ári síðan. Hann kemur til með að renna í gegnum skoðun, ég skal kvitta upp á það í söluafsalinu.. :P

Bíllinn selst ódýrt ef hann er tekinn núna, áður en ég tek skrens á honum. Þetta er bíll sem ég hefði ekki viljað selja á minna en 250þús, en það kostar tíma og svolítinn pening að laga hann og ég er til í að láta hann fyrir 180þús.. Þá er ég að tala um að láta hann með 14" crossspoke felgum, en ekki 16" felgum sem hann stendur núna á.

Bíllinn þarf helst að seljast fyrir 27 Júlí, þá fer ég erlendis í 2 vikur og næst ekki í mig til að skrifa undir fyrr en eftir það :P

Sæmi
699-2268
smu@islandia.is

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Last edited by saemi on Mon 16. Aug 2004 17:08, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Jul 2004 19:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Viltu taka civic uppí? :D

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 19. Jul 2004 22:19 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
uhhh... nei takk samt :D

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Jul 2004 12:39 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 26. Feb 2004 11:19
Posts: 354
Location: Skagaströnd
Ertu aðeins að spá í beina sölu??

_________________
Þetta er bara blær, blíður og vær.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Jul 2004 13:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. Aug 2002 15:11
Posts: 2492
Location: Reykjavík
Menn nenna nú varla að taka eitthvað upp í bíl sem kostar ekki nema 180þús. Þá er bara betra að eiga bílinn sem maður á og þekkir.

_________________
Bjarki
E39: 540iA '98


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 20. Jul 2004 22:24 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Bjarki wrote:
Menn nenna nú varla að taka eitthvað upp í bíl sem kostar ekki nema 180þús. Þá er bara betra að eiga bílinn sem maður á og þekkir.


Ég hefði eiginlega ekki getað orðað þetta betur :P

Flest öll skipti eru eiginlega ekki með í myndinni. En takk samt

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 21. Jul 2004 22:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
I've must have it :shock:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 12:09 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Jaeja, eg fer ad koma heim og tharf ad losna vid bilinn. Vill ekki einhver taka hann af mer fyrir skitnar 160 baunir !!!

VERDID ER SEMSAGT 160.000.-

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 12:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
saemi wrote:
Jaeja, eg fer ad koma heim og tharf ad losna vid bilinn. Vill ekki einhver taka hann af mer fyrir skitnar 160 baunir !!!

VERDID ER SEMSAGT 160.000.-


com´on boys sem vantar bíla

þetta er mofo 335i sem fer í gegnum skoðun,
lítið á það þannig
ef þú átt hann í ár, þá er það 13þús á mánuði, fín rekstrar leiga þar á ferð :) Segjum að það þurfi að gera við hann fyrir 84þús yfir heilt ár(frekar mikið þar sem að hann stenst skoðun) þá er það leiga uppá 20þús á mán í ár og svo selurru hann á 100kall og ert sáttur, verður semsagt 5þús á mánuði og hvað er það eiginlega

svo eru svona bílar massa græjur,,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 12:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Langar SVO mikið í hann :cry:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 12:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Jón Ragnar wrote:
Langar SVO mikið í hann :cry:

Make it happen

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 19:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Þarf að losna við minn fyrst :(

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 19:49 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 01. Oct 2003 18:47
Posts: 930
Location: Vestmannaeyjar
djöfull væri ég til í hann heheh

_________________
Bmw 325i e36 '94


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 06. Aug 2004 20:19 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Bara að kaupa þennan bíl strákar... ég trúi ekki ennþá að hann sé ekki seldur!

Hvað getur maður beðið um meira fyrir þennan pening. Við erum að tala bíl sem er loaded!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 07. Aug 2004 00:43 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 05. Aug 2004 10:14
Posts: 20
Location: Reykjavík
hann er mjög flottur hjá þér, aðeins of gamall


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 29 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 104 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group