...hummz, já!!
Ef dæma má af minni reynslu af þessum hraðamyndavélum þá dugar þetta skammt!!
Þannig er mál með vexti að ég var myndaður á sæbrautinni fyrir kannski svona einu og hálfu ári, það sem að er fáranlegast við þetta er að það var miðnætti á fimmtudagskvöldi (ekki mikil umferð). Þegar ég sé að það kemur flash á mig þá er ég pottþéttur á að ég hafi verið gripinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi.
Ég hugsaði með mér.....haha, hálvitar, ég er ekki með númeraplötu að framan og myndin er svarthvít, þannig að þeir munu ekki vita hver ég er..
....Svona 10 dögum eftir þetta, þá var ég heima að borða og verður litið út um gluggann og sé að það er löggubíll að renna upp innkeyrsluna heima og stoppar fyrir framan bílinn minn, ein löggan hoppar út og kíkir á númer að aftan og virðir bílinn örstutt fyrir sér og síðan fara þeir!!
....Ég var þannig séð búinn að steyngleyma þessu með myndavélina, því ég hélt pottþétt að ég hafi sloppið, ég hélt að þeir væru að kíkja á númerið því að ég var eitthvað kominn fram yfir skoðun (eða annars var ég ekki alveg klár hvers vegna þeir komu
....Nokkrir dagar liðu og allt í einu fékk ég sekt heim, fyrir að keyra á 73 km hraða á Sæbrautinni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Þar sem´má bara keyra á 60!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þetta var náttúrulega fáránlegasta sem ég hef heyrt, pabbi minn sem vinnur hjá tryggingafyrirtæki sagði meira að segja við mig að það hafi einhvern tíman verið mælt út að meðalhraði á Sæbrautinni á ANNATÍMA væri hátt í 80...
En allaveganna þá varð ég bara að bíta í þetta súra epli, en fór niður á löggustöð til að sjá myndirnar og vera harður á því að þeir gætu ekki sannað að þetta sé ég!!
Þegar að ég sé myndirnar þá var ég hálf-kindarlegur í framan þar sem að ég er með munninn fyrir neðan nefið og var búinn að láta aðeins heyra í mér. Þó svo að mér hafi aðeins komið tvö flöss, þá voru myndirnar fimm. Þó svo að það sjáist ekkert númer á myndunum, þá eru þær svo fáránlega góðar að það sést geðveikt vel í mig keyra, hver ég er, að ég sé ekki með belti og vinur minn við hliðina á mér ekki heldur í belti og er greinilega með TYGGJÓ!!!!
Ok, ég tuggði sektina ofan í mig, en varð forvitinn og spurði hvernig þeir höfðu upp á mér, þá sagði maðurinn að það hefði farið rannsókn í gang, hann sagði að þar sem að ég var á tveggja dyra BMW (E36) + það sást að hann var ljós á lit. Þá hefðu allir hugsanlegir bílar verið fundnir í ökutækjaskrá, mynd af öllum eigendum og síðan voru myndirnar bornar við mig (manninn sem var að keyra).....Þannig var þetta ekki mikið mál!!
En ég sagði þá, en þetta er bara um 12.500 (síðan var 25% afsl.), var ekki dýrara fyrir ykkur að setja þetta í rannsókn en að leyfa þessu bara að falla (þar sem að þið vitið jú að þetta er engin glæfraakstur).
Þá svaraði hlunkurinn töffaralega ,,fólk brýtur ekki lögin og kemst upp með það"....