Þetta eru ótrúlega áhugaverðar pælingar.
(Og já, bíllinn minn er ford focus, með 2.0 zetec vél, 16 ventla, fjögurra strokka, 9.6:1 í þjöppu)
Ég gerði smá tilraun í vor með 98okt ólís bensín annarsvegar, og v-power.
á 98 þá idlaði bíllinn betur (hef verið að lenda í lausagangs veseni, sérstaklega ef hann er kaldur, mjög pirrandi, og aldrei á ég pening til að reyna að laga þetta almennilega). Og bíllinn var allur örlítið responsívari... Og hann komst lengra á lítrann, skv. útreikningum mínum var þetta ekki að kosta mig meira en kannski 500 krónum meira á mánuði, í mesta lagi.
Ég var svo ánægður að ég var þess fullviss um að v-power myndi vera ennþá betra og flottara, en á v-power þá tapaði ég responsinu algjörlega, eyðslan var alveg eins og á 98, nema lítrinn dýrari, og hann fór aftur idla verr!
Ég setti nú "bara" 2 tanka af v-power á hann, en það er víst skv. skeljungi mögulega ekki nóg til að vélin venjist v-power, og góðu áhrifin komi.... en guð minn góður, ég bara nennti ekki að keyra bílinn svona unresponsivan!
Einnig varðandi muninn á því hvernig bensín brennur eftir oktana fjölda, þá sagði mér bifvélavirki að hærra oktana bensín brynni heitar, og hann hefði séð bíla með skemmda ventlabotna útaf því að eigendurnir hefðu notað of hárra oktana bensín.... þetta minnir mig á annað sem ég heyrði þegar blýlausa bensínið var að verða standard, þá voru ekki allir bílar sem þoldu það (las í grein um ford CVH vélarnar að það eru bara CVH vélar framleiddar eftir 10/85 sem hafa 'hardened valve seats' og þola blýlaust?), veit einhver hver díllinn með það er?
Og enn annað, einnig var mér sagt að 98okt og 99okt bensín sé *ekki* blýlaust, og átti skýringin að vera sú að erfitt væri að gera svona hárra oktana blýlaust bensín?
Og smá trivia punktur í viðbót, fyrst ég er farinn að blaðra gegndarlaust, þá er 99oktan það minnsta sem v-power getur verið, þegar ég spurðist fyrir um það í vor vegna lélegrar frammistöðu þess hjá mér, fékk ég að vita að current oktanatalan var 100,5 ... Sem er náttúrulega *bara* gott fyrir túrbó mennina
