Nú er ég orðinn ansi þreyttur á þessum blessaða mótor sem er í bílnum mínum. Og ætla því aftur að reyna að fá ráð,, því verkstæðis kallarnir hér á Siglufirði eru ekkert rosalega fróðir um BMW.
Þetta lýsir sér svona:
http://forums.eurocca.net/showthread.ph ... real-roughÞetta er þráður sem ég fann, og vandamálið lýsir sér nákvæmlega eins og sama stykki er að springa út úr soggreininni. Ég reif soggreinina af um daginn, og sá að það var buið að teipa þetta stykki, s.s smellan sem á að smella inní soggreinina, en var ekki að smella.
Þannig ég tók hitabyssu og lagaði smellunna og nú smellir hún vel og vandamálið getur ekki leynst þar, því hvellurinn sem kemur þegar þetta gerist er ansi hágvær ! Þannig mig grunar að vélin sé að sprengja uppí soggrein við start, þetta gerist hvenær sem bíllinn vill vera með leiðindi, köldu veðri, heitu veðri, og meirasegja þegar vélin er orðin heit hef ég lent í þessu..
Hér er einnig gamall þráður frá mér um þetta:
viewtopic.php?f=7&t=64421&hilit=hosa&start=30Einsog stendur í efri þræðinum á Eurocca, bendir þar spjallmeðlimur mér á að soggreinin gæti verið full af olíu. Og hann bendir mér á að taka hosuna á eftir loftflæðiskynjaranum af, og pota þar eitthvað inn til að sjá hvort það sé mikil olía.
Áðann gerði ég þetta, og var eitthver olía, en ekki mikil. En mikil bensínlykt er af olíunni. En það sem ég er ekki að skilja,, hvernig ætti olía að vera að gera þetta...?
Hef verið að finna stundum bensínlykt inní bíl, sérstaklega eftir start.
Það sem MIG grunar, er að það sé eitthver bensínleki í soggreininni, útaf bensínlyktinni og mér finnst bíllinn vera að eyða ALLT of miklu miðað við vélarstærð.
Gæti verið spíss að leka ?
Ætti ég að prufa að nota throttle body cleaner sprey ? Til að ná mest að þessu olíujukki sem býr þarna inni ?
Er buinn að googla þvert og kruss yfir internetið, enn finn ekkert varðandi þetta vandamál. Eini þráðurinn sem ég fann var þessi sem ég benti á hér fyrir ofan.
Öll ráð eru vel þegin ! Ætla að rífa þetta í sundur um helginna og skoða, þannig dælið á mig hugmyndum

Ætli einfaldasta lausnin sé ekki bara að fylla bílinn af bensíni, og keyra hann á hauganna ?
