Jæja, loksins fékk maður varahluti í þennann sem áttu að koma í nóvember
En pöntunin var aldrei sótt af fjölskyldumeðlimi og þar með send tilbaka til schmiedmann.
En hann skríður áfram og listinn styttist alltaf eithvað smá

Skellti nýjum boddýpúðum eða subframe-fóðringum í hann að aftan. Þvílíkt maus að koma þeim úr og í þrátt fyrir að hafa
sérverkfærin í þetta. Gömlu púðarnir voru búnir að festa sig vel í stellinu

Nýr thrust armur h/m framan.
Ný stýrisstöng h/m
Nýr balansstangarendi v/m framan
Ný rúðuþurrka h/m
Ný aðalljósapera v/m
Og smá dekur. Smurði allar hurðar, lamir í húddi og skotti. Allir vökvar athugaðir og bara svona smá dund.
Hann er ekki að brenna 1 dropa af olíu, alveg frábært miðað við aldur og fyrri störf.
Tók engar myndir af þessu... fannst þetta ekki neitt það merkilegt til að taka myndir af.
Hann er allavega hættur að dilla með rassinum

og er algjör unaður að keyra! þessi bíll er svo ótrúlega þéttur og góður.
Næst á dagskrá er :
Bremsur að framan
ABS ljósið , líklega fer ný lega í hann að framan.
Skáspyrnan v/m að framan hefur gefið sig á meðan ég beið eftir þessum pörtum. Ætla bara að skipta um beggja meginn.
Millibilstöng, er komið smá slag í kúluna v/m
Stýrisupphengjufóðring, það fór ný í hann síðasta haust en hún var fljót að fara aftur. Allt þetta slit í öðrum stýrisbúnaði hefur örugglega
hjálpað með að slíta hana niður.
Þegar þetta er komið þá er bara að dúndra honum í skoðun

Shout out til schmiedmann.com, pantaði á þriðjudagskvöldi og þetta var komið föstudagsmorgun!
