Wolf wrote:
Algjörlega sammála þér Ívar, menn hljóta að vera hugsa um 1977 árgerðina af Skoda Rapid sem telja þetta vera síbilandi...?
Ég var nú bara að tala við einn leigubílstjóra áðan á 2012 eða 13 árgerð af Superb Diesel og hann var búinn að fara yfir á tíma, leka vatni alveg hægri vinstri, lenda í massífu veseni afþví hekla átti enga varahluti til í bílinn, búið að skipta um alla diska í þessari blessuðu DSG skiptingu sem kostar augun úr og þar fyrir utan kostar 70þúsund að þjónusta hana, endalaust vesen á þeim bíl. Svo var annar skoda þar sem olíusigtið stíflaðist og hann dró saman síuna og bræddi úr vélinni og túrbínunni, bíll með fulla smurbók, þetta er mjög þekkt vandmál, ég er amk mjög hræddur við allt sem þessi blessaða vw verksmiðja lætur frá sér. Flottir bílar til að eiga í þessi 3 ár meðan þeir eru í ábyrgð. Þar fyrir utan þá brenna allir þessir bílar olíu í massavís og það er alltaf skúm í ventlalokinu á þeim, önnur þekkt vw skoda audi vandamál eru rúðuupphalarar, miðstöðvarmótor, hurðarlamir, gírkassar, afturbremsur, efri spyndlar, rúðuþurrku bracket, svissbotn, hurðarhúnar, öxulhosur og liðir, háspennukefli, vatnshitaskynjarar, vélarljós alltaf logandi, þetta er bara síbilandi helvítis drasl sem á heima í hringrás.