Jesús pétur.. að lesa sumar af þessum aðferðum sem menn eru að nota
Ef það er tjara á bílnum þínum s.s ert að keyra að vetri til í saltinu og það er föst tjara á bílum þá þarftu olíuhreinsi ekki þetta tjöruhreinsi drasl með sápu nema það sé kannski bara vika-2 síðan þú þreifst bílinn síðast.
ALDREI nudda eða nota bursta ofaní tjöru/olíuhreinsi, láttu efnin vinna fyrir þig og notaðu ef þú getur háþrýstidælu, ef þú ert að hreifa óhreinindin með því að nudda eða bursta þá ertu að rispa flötinn, stundum þarf að bæta olíuhreinsi á erfiða bletti og nudda með mjúkum klút það er bara þannig en ekki nota leir.
Ekki snerta bílinn með engu kúst/svamp/klút nema að öll tjara, sandur og fita er farið af bílnum, þegar þú hefur náð því þá má sápa bílinn með sjampói sem þú kannt vel við
Ef þú vilt að bón endist, ekki nota carnauba eða feit bón og sérstaklega ekki á veturna vegna þess tjara og önnur óhreinindi festast vel við bón í þessum flokki, notaðu frekar synthetic bón "sealer" en að sumri til og þú villt gljá þá eru feitu bónin góð
Felgur... notaðu tjöru/olíuhreinsi og láttu hann vinna í smá stund og smúlaðu felgurnar veeeel og ef það er bara örlítið sót eftir er mjög gott að eiga ullar/microfiber hanska og góðann slurk af sápu til að þrifa það, ef það er mikið á felgunum notaðu þá felguhreinsi og góðann bursta eða hanska/svamp (felguhreinsir hreinsar tjöru mjög ílla)
Mín reynsla af hinum og þessum efnum er að ekkert eitt er endilega "best" og yfirmarkaðssett merki eru ekkert endilega eitthvað megashitt dæmi

notaðu það sem þú kannt við og notaðu efni sem eru gerð fyrir ákveðið hlutverk. olnbogafeiti + tími er ekki endilega það sama og vel unnið verk þegar kemur að þessu..