Jæja þá er maður loksins orðinn e30 eigandi, kannski rétt að segja frá því að e30 coupe er búinn að vera draumakerran í nokkur ár núna
og ég þakka Danna djöfli fyrir að smita mig af þessari BMW sýki en maður er búinn að alast upp með allskonar bimma í kringum sig

Þetta er bíll sem margir á þessu spjalli kannast við, hann er original 320i mtech1 en það er búið að swappa í hann m30b35.
Bíllinn var gerður upp á sínum tíma og virðist ekkert hafa verið sparað við það, hann er málaður sparkling grafit og lítur fáránlega vel út
(svuntan er reyndar svoldið grjótbarin og það væri flott að mála kittið aftur)
hann er 87 árgerð og er skráður fornbíll.
Það er m30b35 vél í honum og 5 gíra beinskiptur kassi úr 735 með m5 kúplingu.
Stillanleg koni fjöðrun, lækkunargormar (55/40), stillanlegur camber að framan og aftan, stillanlegar ballanstangir (25/22mm),
strutbrace að framan og aftan og polyfóðringar í öllu.
Keskin kt4 17" felgur (er ekki alveg klár á specs)
Það er búið að klæða allan toppinn með rúskinni ásamt hurðaspjöldum, hillunni hjá afturglugganum og pokunum hjá handbremsunni og gírstönginni.
það eru körfustólar og 4-punkta belti frammí og afturbekkur úr m3 afturí.
Hella dark framljós og startec afturljós.
Og heill hellingur af dóti í viðbót.
Þegar ég keypti bílinn þá var hann í geymslu og var upprunalega planið að hafa hann þar fram á vor en maður var kannski ekki alveg nógu þolinmóður og var strax farið að plana það að koma honum inní skúr heima.
Þannig það var tekið til í skúrnum og farið að sækja bílinn núna sunnudaginn 22 des (jólagjöfin í ár

). Ég hafði ekki mikinn áhuga á því að keyra hann í bæinn í snjónum og saltinu þannig við fórum og leigðum bílakerru.

Kominn á kerruna

Ekkert að hata þessa innkeyrslu


Þvo sullið af honum eftir ferðina

Loksins kominn heim til sín, fær að vera inni í hlýjunni þangað til í vor


Mætti sjæna þetta aðeins til, verður farið í það sem fyrst.
Nokkrar myndir innanúr bílnum




Mér þætti mjög gaman ef að einhverjir hér gætu komið með sögur af bílnum t.d. frá uppgerðinni eða eitthvað svoleiðis.
Kveðja Ámi