Jibbýcola eða þannig
Ég skipti s.s. um kubb í tölvunni í kvöld og setti OEM M60B30 kubbinn aftur í bílinn þar sem ég var orðinn fullsaddur á leiðindunum sem fylgja honum as in: vélin gengur í 1.500rpm. í hægagangi, ef ég held honum á ca. 2.500-3.500rpm. og slæ örlítið af þá byrjar snúningurinn að hoppa mjög hratt upp og niður, þegar ég kúpla/skipti um gír þá revar vélin upp og svo tók ég eftir því þegar ég skrapp í bæinn í gær að þegar ég var á brautinni(ca. 100-110km/h. í ca. 3.000rpm.) og var þá á léttri gjöf til þess eins að viðhalda ferð að ef ég lyfti gjöfinni aðeins þá sló bíllinn alveg af s.s. breyttist í on/off gjöf.
Eftir að ég skipti um kubbinn fór vélin á eðlilegan snúning í hægagangi(ca.700-750rpm.), hún revaði ekki upp þegar ég kúplaði/skipti um gír, snúningurinn "hoppaði" ekkert og gjöfin fór ekki í on/off mode á brautinni. En ég tók alveg eftir mun í vinnslunni, þ.e. rass dyno'inn mældi færri hross og vinnslan lean'aði út fyrr á fullri gjöf. Svo þegar ég var búinn að rúnta aðeins um í kannski 30 mín. og stoppaði þá hélst vélin á um 900-1.100rpm. eftir atvikum en ef ég drap á vélinni og setti aftur í gang þá fór hún á eðlilegan snúning(ca. 700-750rpm.).
Ég er svona að láta mér detta í hug að ICV sé með leiðindi
