Lítið búið að gerast hjá þessum, enda er hann bara búinn að standa mest allan tíman síðan ég fékk hann, en ég er búinn að ákveða litinn á honum, ætlaði alltaf að láta mála hann fyrir áramót en útaf því að það þarf að gera svoldið fyrir bílinn þjónustulega séð að ég ætla að bíða með það fram í vor. Hann verður annars málaður í
Mora Red Metallic.
Ég fór með hann í Eðalbíla í dag til þess að skoða hann aðeins og sjá hvað ég þarf að laga.- Bíllinn er á lækkunargormum allan hringinn, ég er að leita eftir gormum að aftan í hann allavegana til þess að vera á í vetur. (Ég hélt að gormarnir að aftan væru kannski brotnir eða eitthvað því hann er asnalega lágur að aftan miðað við að framanverðu)
- Það komu alltaf smellir að framan þegar lagt var á bílinn á litlum hraða og þegar hann var kyrrstæður. Það kom í ljós að stýrisvélin var laus og einn bolti orðinn teygður. Það var settur annar bolti í og hert á hinum og hljóðið er horfið loksins
- Kom svo í ljós að það er leki aftan á gírkassa, lekur með pakkdósunum, smá leki á mótor líka en ekkert til þess að stressa sig yfir strax. Einnig eru spyrnufóðringarnar að framan orðnar lélegar.
- Þeir fundu svo út fyrir mig að það vantaði loftinntakið sem fer yfir vatnskassann.
- Ég keypti svo glæný Michelin nagladekk á hann í vikunni og næst á dagskrá er að finna á hann gorma og láta hjólastilla hann (stýrið mjög skakkt og ég vill ekki að hann kantskemmir nýju dekkin)
- Ætla líka að kaupa nýja diska og klossa allan hringinn og smyrja hann ásamt gírkassa.
Þannig það er bara málið að laga þetta allt í vetur og þá ætti hann að vera klár fyrir sprautun í vor vonandi!
