Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í fyrstu skipulögðu ferðina á vegum Öskju til Graz í Austurríki. Tilgangur ferðarinnar var að skoða framleiðsluna á G-class í Magna Steyr verksmiðjunum og prófa kosti bifreiðarinnar annars vegar á braut og hins vegar í austurísku Ölpunum. Hópurinn sem fór út samanstóð af 9 mönnum sem ég leyfi mér að fullyrða að séu allir haldnir G-veiru á lokastigi (ef einhver var það ekki fyrir ferðina þá er hann það ábyggilega í dag).
Hópurinn flaug út fimmtudaginn 14. mars sl. og fór sá dagur að mestu í ferðalög (Keflavík - München - Graz). Þegar út var komið hittum við fulltrúa Mercedes Benz, þ.m.t. sölustjóra fyrirtækisins í Evrópu. Morguninn eftir vorum við sóttir snemma af rútu og ferjaðir á athafnasvæði Magna Steyr. Á þessum tímapunkti höfðu slegist í hópinn tveir fulltrúar frá Mercedes Benz umboðinu á Fílabeinsströndinni.
Dagskráin í Magna Steyr hófst með kynningu/morgunverði í sýningarsal Mercedes Benz en þar gafst mönnum tækifæri til að kynna sér sýningarbifreiðar, þ.m.t. blæjuútfærslu af G-class en framleiðsla á henni mun senn renna sitt skeið.




Einnig gafst tækifæri til að máta G63 AMG bifreið sem notuð var í kvikmyndinni A Good Day To Die Hard.

Eftir ítarlega kynningu var hópurinn sóttur af bílstjórum Mercedes Benz og ferjaður á nærliggjandi braut en þar fengum við að kynnast ýmsum útfærslum bifreiðarinnar við mismunandi aðstæður (þ.m.t. í bleytu).



Að því búnu var verksmiðjan skoðuð og fylgst með handsmíði bifreiðarinnar frá A-Ö. Eðli málsins samkvæmt var óheimilt að taka myndir af því.
Eftir hádegi var keyrt út úr Graz og stefnan sett á austurísku Alpana en þar fengum við að prófa bifreiðarnar í snjó (félagar okkar frá Fílabeinsströndinni afþökkuðu það reyndar enda voru þeir að sjá snjó í fyrsta skipti).



Eftir síðdegisverð í fjallakofa var keyrt niður brattar og grýttar fjallshlíðar á miklum hraða og haldið aftur í verksmiðjurnar þar sem allir voru leystir út með veglegum gjöfum.
Morgunin eftir var svo haldið heim á leið (Graz-Vín-Köben-Keflavík).
_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual