bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 11:53

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 
Author Message
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 00:53 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fara í fyrstu skipulögðu ferðina á vegum Öskju til Graz í Austurríki. Tilgangur ferðarinnar var að skoða framleiðsluna á G-class í Magna Steyr verksmiðjunum og prófa kosti bifreiðarinnar annars vegar á braut og hins vegar í austurísku Ölpunum. Hópurinn sem fór út samanstóð af 9 mönnum sem ég leyfi mér að fullyrða að séu allir haldnir G-veiru á lokastigi (ef einhver var það ekki fyrir ferðina þá er hann það ábyggilega í dag).

Hópurinn flaug út fimmtudaginn 14. mars sl. og fór sá dagur að mestu í ferðalög (Keflavík - München - Graz). Þegar út var komið hittum við fulltrúa Mercedes Benz, þ.m.t. sölustjóra fyrirtækisins í Evrópu. Morguninn eftir vorum við sóttir snemma af rútu og ferjaðir á athafnasvæði Magna Steyr. Á þessum tímapunkti höfðu slegist í hópinn tveir fulltrúar frá Mercedes Benz umboðinu á Fílabeinsströndinni.

Dagskráin í Magna Steyr hófst með kynningu/morgunverði í sýningarsal Mercedes Benz en þar gafst mönnum tækifæri til að kynna sér sýningarbifreiðar, þ.m.t. blæjuútfærslu af G-class en framleiðsla á henni mun senn renna sitt skeið.


Image

Image

Image

Image

Einnig gafst tækifæri til að máta G63 AMG bifreið sem notuð var í kvikmyndinni A Good Day To Die Hard.

Image

Eftir ítarlega kynningu var hópurinn sóttur af bílstjórum Mercedes Benz og ferjaður á nærliggjandi braut en þar fengum við að kynnast ýmsum útfærslum bifreiðarinnar við mismunandi aðstæður (þ.m.t. í bleytu).

Image

Image

Image

Að því búnu var verksmiðjan skoðuð og fylgst með handsmíði bifreiðarinnar frá A-Ö. Eðli málsins samkvæmt var óheimilt að taka myndir af því.

Eftir hádegi var keyrt út úr Graz og stefnan sett á austurísku Alpana en þar fengum við að prófa bifreiðarnar í snjó (félagar okkar frá Fílabeinsströndinni afþökkuðu það reyndar enda voru þeir að sjá snjó í fyrsta skipti).

Image

Image

Image

Eftir síðdegisverð í fjallakofa var keyrt niður brattar og grýttar fjallshlíðar á miklum hraða og haldið aftur í verksmiðjurnar þar sem allir voru leystir út með veglegum gjöfum.

Morgunin eftir var svo haldið heim á leið (Graz-Vín-Köben-Keflavík).

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 00:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
gaman að þessu, þetta væri maður til í

enda með G bakteríuna

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 08:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 08:59
Posts: 1870
Þetta eru svakalegir bílar

_________________
91 BMW 850 (BDS), 05 Mini Cooper S R53


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 13:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Öfund!

Geländewagen eru fokking svalir bílar 8)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 13:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
G vagnar eru skemmtilegir jeppar.. sérstaklega gaman að ferðast á svona tæki.
Drifbúnaðurinn er bara rugl, en ef ég fengi mér aftur svona bíl þá væri það dísel herbílaútgáfa, allt þetta blessaða rafmagn er bara shit.

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 28. Oct 2013 22:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Prófaði svona G55 AMG eitt sinn.... var með G-vírus fyrir.... væri illa til í að prófa G63 AMG...

Get samt í sannleika sagt... sagt... að ég myndi aldrei kaupa mér öðruvísi Mercedes en kannski bara Geländewagen...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Oct 2013 06:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Þetta hefur örugglega verið gaman.

Komst ansi nálægt því að kaupa G400D 2006, en hætti snarlega við þegar ég komst að því að standard svona bíll kemst ekki inn í flest bílastæðahúsin þar sem að hann er svo hár.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Oct 2013 12:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 29. Oct 2013 14:48 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 09. Jun 2003 19:49
Posts: 1117
Location: Hafnarfjörður
íbbi_ wrote:
það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í


Nkvl., maður hefur heyrt þetta, þ.e.a.s. að 2,9 lítra V6 diesel vélin sé miklu áreiðanlegri.

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991

Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Oct 2013 08:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
íbbi_ wrote:
það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í


Mamma var næstum búin að fjárfesta í W164 420CDI nýlega, ábyggilega fínt í 3ár.... svo hvað ??

veit að þessir 400CDI hafa reynst illa, þessvegna er ekki boðið upp á þessa mótora í W166, eða hvað ??

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Oct 2013 08:25 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Jan 2012 19:48
Posts: 1209
Location: 203, Kópavogur
Angelic0- wrote:
íbbi_ wrote:
það var alveg ágætt að þú hættir við það. 400cdi er ekki týpa sem þú villt eiga, hvaða boddý sem hún er í


Mamma var næstum búin að fjárfesta í W164 420CDI nýlega, ábyggilega fínt í 3ár.... svo hvað ??

veit að þessir 400CDI hafa reynst illa, þessvegna er ekki boðið upp á þessa mótora í W166, eða hvað ??



Ma og Pa eiga svoleiðs, fínir og skemmtilegir bílar :wink:

_________________
1997 BMW E39 523iA [NS-013]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Oct 2013 08:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Alveg ábyggilega, þetta mökkast úr sporunum allavega...

Tæki hinsvegar X5 40d eða M50d framyfir...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Oct 2013 08:31 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Jan 2012 19:48
Posts: 1209
Location: 203, Kópavogur
Angelic0- wrote:
Alveg ábyggilega, þetta mökkast úr sporunum allavega...

Tæki hinsvegar X5 40d eða M50d framyfir...




Algörlega 8)


Hann stóð sig mjög vel í 6. mars óveðrinu og það á sléttum sumardekkjum.

_________________
1997 BMW E39 523iA [NS-013]


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 30. Oct 2013 10:06 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
hef lítið heyrt af því hvernig 420cdi bílarnir hafa gengið. en gömlu 400 voru afar viðhaldsfrekir og þá sérstaklega dýrir í viðhaldi, en það á nú svosum við um flr þýska þetta stóra dieselmótora.

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 04. Nov 2013 10:33 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Áhugavert myndband

Chris Harris G63

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 2 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group