Er að spá í að rífa mótorinn og gírkassann úr næstu helgi, laga smá pústleka á aftari eldgreininni

EDIT: Var að testa CO mælirinn. Reglan er að allt undir 50ppm er ok, yfir 50ppm er hættulegt ef maður andar því að sér í lengri tíma (7-8 klst). Yfir 200ppm er stórhættulegt ef maður andar því að sér í 2-3 tíma, en eitrunin byrjar samt að byggjast upp strax og maður finnur fyrir hausverk og ógleði.
Tók mælingu á leiðinni í vinnuna í morgun (25mín með umferðateppu).
Það byrjaði ekki vel því að mælirinn rauk yfir 50 í cold start, og svo upp í 188ppm! Bíllinn var reyndar með báðar rúður niðri þegar ég startaði honum í bílskúrnum.
Svo byrjaði þetta að detta niður rólega, ég var með allar rúður lokaðar sem og slökkt á miðstöðinni.
Fljótlega var þetta komið niður í 60-70 og svo niður fyrir 50.
Ég prufaði að setja miðstöðina á fullt og mælirinn fór ekki í gang aftur (fer í gang við 50+). Reyndi líka að bera hann við snúrugatið í hvalbaknum bílstjóramegin sem og gírstangargöngin en hann fór ekki í gang.
Það er þá meira svona "vanity" aðgerð að laga lekann á pústgreininni, sem er mjög lítill, og í raun ekkert til að hafa áhyggjur af.