Sælir félagar,
Ég lét af því verða að fá mér almennilegan BMW aftur. Það er komið ár síðan ég seldi SS-200 (E39 540IA) og eftir það átti ég E39 520IA '02 sem var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrrnefndi. Datt inn á þennan gæðagrip í vikunni og var snöggur að bruna til Grindavíkur að skoða og keypti bílinn daginn eftir. Það er helvíti skemmtilegt að keyra þessa græju og sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í bensín

Það má segja að þetta sé tvíburi gamla SS-200. Meira að segja sami liturinn, Fjordgrau Metallic sem mér þykir verulega töff litur. Hann er ekinn frekar lítið miðað við aldur (178.xxx km) og er í flottu formi kram og útlitslega séð. Það má kannski rekja til þess að hann er innfluttur frá Þýskalandi 2005 og var í eigu sama aðilans 2007-2013. Hann er ryðlaus og óbeyglaður en ég er búinn að panta tíma í mössun eftir helgi til að fríska upp á lakkið. Vél og skipting sinna sínu hlutverki prýðilega og er ég mjög sáttur með bílinn að öllu leyti.

Helstu upplýsingar:
BMW E39 540IA árgerð 1997
Fluttur inn 2005 frá Þýskalandi.
5 gíra sjálfskiptur.
Ljós Sport-leðurinnrétting.
Tvívirk topplúga.
M-Tech pakki (stýri og fjöðrun).
17" OEM BMW Style 32 gangur (+ varafelga).
Cruise control.
Rafmagnsgardína.
Rafmagn í rúðum.
Stöðugleikastýring.
Hiti í sætum.
Stafræn miðstöð.
Roofspoiler.
Lipp á skottloki.
Planið er að gera við þá litlu smáhluti sem þarf til að koma honum í 100% ástand og veita rétt viðhald.
Tek flottari myndir eftir mössun í næstu viku.
Með kveðju,
Gunnar Smári.