bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 21. May 2025 12:33

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW E39 540IA
PostPosted: Sat 31. Aug 2013 19:22 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Thu 25. Sep 2008 23:50
Posts: 418
Sælir félagar,

Ég lét af því verða að fá mér almennilegan BMW aftur. Það er komið ár síðan ég seldi SS-200 (E39 540IA) og eftir það átti ég E39 520IA '02 sem var ekki alveg jafn fjörugur og sá fyrrnefndi. Datt inn á þennan gæðagrip í vikunni og var snöggur að bruna til Grindavíkur að skoða og keypti bílinn daginn eftir. Það er helvíti skemmtilegt að keyra þessa græju og sé ekki eftir einni einustu krónu sem fer í bensín :)


Image


Það má segja að þetta sé tvíburi gamla SS-200. Meira að segja sami liturinn, Fjordgrau Metallic sem mér þykir verulega töff litur. Hann er ekinn frekar lítið miðað við aldur (178.xxx km) og er í flottu formi kram og útlitslega séð. Það má kannski rekja til þess að hann er innfluttur frá Þýskalandi 2005 og var í eigu sama aðilans 2007-2013. Hann er ryðlaus og óbeyglaður en ég er búinn að panta tíma í mössun eftir helgi til að fríska upp á lakkið. Vél og skipting sinna sínu hlutverki prýðilega og er ég mjög sáttur með bílinn að öllu leyti.


Image



Helstu upplýsingar:

BMW E39 540IA árgerð 1997
Fluttur inn 2005 frá Þýskalandi.
5 gíra sjálfskiptur.
Ljós Sport-leðurinnrétting.
Tvívirk topplúga.
M-Tech pakki (stýri og fjöðrun).
17" OEM BMW Style 32 gangur (+ varafelga).
Cruise control.
Rafmagnsgardína.
Rafmagn í rúðum.
Stöðugleikastýring.
Hiti í sætum.
Stafræn miðstöð.
Roofspoiler.
Lipp á skottloki.


Planið er að gera við þá litlu smáhluti sem þarf til að koma honum í 100% ástand og veita rétt viðhald.
Tek flottari myndir eftir mössun í næstu viku.


Með kveðju,
Gunnar Smári.

_________________
BMW E39 523i '98 M-Tech - Indianapolis Rot
BMW E39 540i '97
BMW E39 520i '02
BMW E39 540i '96
BMW E46 330Ci '00
BMW E46 318i '03
+ aðrir.


Last edited by GunniClaessen on Sat 31. Aug 2013 21:33, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 540IA
PostPosted: Sat 31. Aug 2013 19:39 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sun 20. Jan 2013 23:06
Posts: 646
Location: HFJ
Flottur þessi :thup:

_________________
E36 COUPÉ 325 93' M50B25


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 540IA
PostPosted: Sat 31. Aug 2013 22:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Æðislegir bílar :thup: 8)

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 540IA
PostPosted: Sun 01. Sep 2013 23:28 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Thu 20. Apr 2006 18:52
Posts: 901
Location: cruizin on 540 8)
Flottur :thup:

_________________
Kv.Gissur

Dótakassinn
E39 '96 540i - SS200
Honda CBR600 F4i '06

Seldir
E39 '97 528i
E39 '98 540i
E36 '95 325i
E28 '81 520i
E34 '93 525i
E46 '02 325i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group