fór smá yfir þennan seinustu helgi .
setti nýja olíu á velina og síu
setti einnig nýja loftsíu . rosalega mykið vesen að skipta um síuna . það var bara eitt handtak í m50 tók max 1min
en það er búið að flækja þetta rosalega í þessum . hafði samt alveg gaman af því fínt að dunda sér

skolaði loftsíu boxið í leiðinni . þar sem að maður þarf að rífa það úr bílnum til að skipta um síu .
hér eru nokkar myndir . ekki merkilegar en sýna þó mykinn mun .



svo var farið að braka svoldið í bílnum þegar ég bremsaði kom alltaf á litlum hraða og bara að framan .
ég fór á netið og reyndi að fynna hvað þetta væri .
eftir smá tíma þá fann ég þráð sem að einhver strákur
hefði lent í svipuðu nema að hann hafði farið með bílinn á verkstæði og það var skipt um spyrnur og spyrnu fóðringar en
hljóðið fór ekki . svo að hann fór einhvað að skoða bílinn hjá sér og komst að því að það voru nokkrir lausir boltar . eftir að hann hafði hert boltana þá fór brakið . svekkjandi að eyða fullt af pening í fóðringar og spyrnur útaf lausum boltum :d haha
þannig að ég fór yfir alla bolta undir bílnum að framan og fann að það vantar 3 af 8 boltum sem að halda hlífðarpönnuni undir bílnum og boltanir sem að voru til staðar voru lausir . en hljóðið fór eftir að ég herti þá .
fór á realoem og fann parta nr af öllu sem að mig vantar og ætla að panta það sem fyrst .
ætlaði bara að deila þessu með ykkur ef að það fer að braka í bílunum hjá ykkur að ath þetta fyrst kostar allavegana ekkert .