Ég held að menn verði að reikna dæmin vel til enda áður en það er farið í að versla bíl erlendis.
Ef ég smelli inn eingöngu flutningskostnaðnum í reiknivélina, sem þarf að borga af gjöld auðvitað,,,,kemur:
Verð vörunnar (tollverð + aðflutningsgjöld) miðað við þær forsendur sem þú gafst upp hér að ofan:
80.000 kr. + 83.627 kr. = 163.627 kr.
80.000 kr flutningsgjald í Norrænu endar sem 163 þúsund kr með innflutningsgjöldum.
Þá vantar svo inn allt kaupverðið, gjöld af kaupverðinu, flutning til hafnar í Danmörku og skráningargjöld hér á landi (skráningarskoðun, númeraplötur og bifreiðagjöld).
Einnig vantar inn í dæmið kostnað við að koma sér austur á Seyðisfjörð til að sækja bílinn úr tolli, bensínkostnaður við að koma bílnum heim (s.s. 900km akstur til Rvík t.d.)
Aukagjöld og kostnaður er fljótur að tikka verðið upp.
Ég er ekki að draga úr mönnum að flytja inn bíl, alls ekki, vildi bara benda mönnum á allskonar aukakostnað sem þessu fylgir
