x5power wrote:
þessir eru virkilega dýrir í rekstri! það sem er að fara er vélin, gírkassinn, kúpling og svinghjól, loftflæði mælar og margt fleira!
Tja, það er nú svona upp og ofan. Þetta fer mikið eftir eintökum hreinlega líka. Þessar vélar fara svo sem ekki mikið per se, en kúplingar eru misviðkvæmar. MAFs eða loftflæðimæla þarf að skipta um reglulega já og svo eru svona einir og aðrir punktar. En þetta er allt vel dokumenterað orðið og kannski bara best að lesa M5board.com útí eitt, byrja hér:::
http://www.m5board.com/vbulletin/e39-m5 ... costs.htmlOlíueyðsla fer líka eftir eintökum og sumir eyða litlu sama hvort þeir eru pre- eða post facelift, og aðrir eyða fullt, bæði pre- sem og post facelift bílar. Það er ekki til e39 M5 segja þeir sem allt vita sem brennir ekki olíu!
Svo fara upphæðir viðhalds hreinlega eftir hversu uppteknir eigendur (lesist anal...) eru við fyrirbyggjandi og ýmiskonar aukaviðhald. Ég kýs að vera einkar upptekinn af slíku og því er kannski minn rekstrarkostnaður hærri en ella, og hærri en "nauðsynlegt" er, en bíllinn er 170% í staðinn. Það virðast allir sammála mér um það.
Hitt er að hann eyðir ekki svo miklu af eldsneyti, skynsamleg innanbæjarkeyrsla kannski milli 16 og 18 lítrar og skynsamleg utanbæjarkeyrsla 9-13 kannski.
Svo er annað, hvað kostar meðal nýlegur bíll á bílaláni pr. mánuð í dag? 80 þúsund? Það má viðhalda ansi miklu fyrir þá upphæð.
Eins og Steini segir þá er um að gera að panta hluti sjálfur, sumt er dýrara, annað það sama. Pelican eða Schmiedmann eða aðrir, gera bara verðsamanburð. Olíuna er einnig hægt að panta sér að utan á góðum verðum ef vera vill osfr. osfr...
Viðgerðir fara fram hjá Eðalbílum, þeir vita allt, og svo eru þeir hjá Aðalverkstæðinu einnig góðir.
Þetta eru dásamlegir bílar hinsvegar alveg hreint!
G