bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 08:15

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 431 posts ]  Go to page Previous  1 ... 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26 ... 29  Next
Author Message
PostPosted: Thu 06. Jun 2013 21:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
íbbi_ wrote:
geðveikt hjól. bróðir minn á alveg eins hjól. ég kann afar vel við það

varðandi breiddina á stýrinu þá er þetta eitthvað með Cube hjól. TRI hafa stytt þau fyrir suma, og ég skil vel að þér finnist þetta skrítið. ég sjálfur myndi mjókka það

nú veit ég ekki hversu vanur eða óvanur þú ert. og ætla mér ekki að draga ályktanir. en það er alls ekki óalgengt að þegar maður fer í svona "alvöru hjól" að maður sé ekki alveg viss hvað manni finnst og þurfi að venjast hjólinu vel áður en maður byrjar að fýla það,

það er bara með hjól á þessu verði að þetta eru yfirleitt ekki touring bikes eins og þau ódýrari sem eru ætluð í að vera sem best við sem flestar aðstæður og sem þægilegust ásetu, heldur eru þetta hnitmiðaðari trail/cross country hjól og meiri áhersla á getu þeirra heldur en þægindi,

ég hélt sjálfur að ég hefði hlaupið á mig þegar ég keypti mitt hjól. en eftir að ég var búinn að venjast því og læra á það þá gæti ég ekki verið sáttari. en það tók mig dáldinn tíma

Ég myndi nú flokkast sem óvanur þó ég hafi kanski hjólað slatta síðustu ár.
Þessi "hljóp á mig" tilfinning kom einmitt upp í hugann við kaupin en ég vissi það samt alltaf að þetta er spurning um að venjast.
Mér fannst alltaf mikill munur á mínu og hjóli konunar þó þau hafi verið af sömu gerð, en eftir að hafa verið á því síðan mínu var stolið (konan alltof ólétt til að hjóla :) ) þá var ég farinn að kunna mög vel við það.
En það er auðvitað nánast sama hjólið og mitt gamla utan við stærðina og þessvegna er Cube hjólið svolítið stökk í einhverja aðra átt.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 07. Jun 2013 00:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
þegar að hjólin er kominn með meira purpose miðuð stell eru stýrisstammarnir orðnir lengri og efri pípan á stellinu á milli hnakks og stýris orðinn lengri, þetta gerir setuna á hjólinu töluvert óþægilegri. það er mun lengra í stýrið og hnakkarnir oft alveg brutally grjótharðir.

ég var var alveg á því að ég hefði átt að kaupa mér bara ódýrara og "tjillaðara" hjól. fannst setan á hjólinu alveg full krefjandi innanbæjar og var hálf klaufalegur á því samanborið við fyrra hjól,
svo þegar ég fór að venjast hjólinu þá fór ég að prufa það meira, bruna niður brekkur og moldarstíga og þá fór ég að "fatta" hjólið og eftir það hef ég verið alveg þvílíkt ánægður með það.

ég myndi einmitt prufa að fara með cube hjólið á moldarstíga t.d í heiðmörk, svona 29" er alveg killer á svona stígum,

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 07. Jun 2013 05:34 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Wed 25. Oct 2006 15:42
Posts: 844
Location: Akureyri
Nú er ég með mjög basic og ódýrt hjól, en hnakkurinn er samt óþæginlegur.. hef mikið verið að pæla í að versla mýkri og þæginlegri hnakk. Eru menn eitthvað búnir að vera að gera svoleiðis, eða er auka þyngdin sem fylgir því að fara með menn? =)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 07. Jun 2013 09:14 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
xtract- wrote:
Nú er ég með mjög basic og ódýrt hjól, en hnakkurinn er samt óþæginlegur.. hef mikið verið að pæla í að versla mýkri og þæginlegri hnakk. Eru menn eitthvað búnir að vera að gera svoleiðis, eða er auka þyngdin sem fylgir því að fara með menn? =)


Þægilegir hnakkar þurfa ekkert að vera þungir. Þú þarft bara hnakk sem fittar á rassinn á þér.

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 15:56 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Thu 05. Jan 2006 22:25
Posts: 1382
Skellti mér í Bláalónsþrautina í gær,fór á 2 tímum og 40 mínútum við frekar erfið skilyrði en hrikalega gaman......

_________________
Hilmar B Þráinsson S 822-8171


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 19:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
skelltum okkur út í rigninguna

Image

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 20:10 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 18. Apr 2005 23:22
Posts: 1445
Location: Reykjavík
íbbi_ wrote:
Yellow wrote:
Jón Ragnar wrote:
Hvernig er með þá sem eiga heima í blokkum og fjölbýli.

Hvernig geymið þið hjólin ykkar?




Allar blokkir sem ég kem inn í eru með hjólageymslur.


Geymi hjólið mitt þar allavega :wink:


það eru bara ekki allir á því að geyma 250-500k hjól inní hjólageymslum, ekki það að ég telji menn þurfa að eyða svo miklu í hjól, heldur er þetta frekar algengt vandamál hjá þeim sem eiga alvöru hjól og búa í blokk, hjólum er rænt eins og enginn sé morgundagurinn,

það er hægt að fá hanka á vegg fyrir 1-2 hjól og uppúr. margir hafa farið þá leið þótt fæstum hugnist að hafa reiðhjól hangandi upp á vegg inni hjá sér


Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 20:55 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
íbbi_ wrote:
skelltum okkur út í rigninguna

Image

Hvar ertu á þessari mynd?


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 21:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
///M wrote:
xtract- wrote:
Nú er ég með mjög basic og ódýrt hjól, en hnakkurinn er samt óþæginlegur.. hef mikið verið að pæla í að versla mýkri og þæginlegri hnakk. Eru menn eitthvað búnir að vera að gera svoleiðis, eða er auka þyngdin sem fylgir því að fara með menn? =)


Þægilegir hnakkar þurfa ekkert að vera þungir. Þú þarft bara hnakk sem fittar á rassinn á þér.


x2

Mýkri hnakkur er ekki málið til lengri tíma, þarft að finna hnakk sem hentar setbeinunum á þér þannig að þú situr á réttum stað á hnakknum en svo getur þetta verið stillingar issue. Hnakkurinn á að vera láréttur í flestum tilfellum og ef þér finnst það óþæginlegt þá er um að gera að prófa að halla honum upp eða niður um örfáar gráður og prófa sig áfram.
Ef þú ferð í mjúkan hnakk þá færðu miklu frekar nuddsár á óþæginlega staði og heftir jafnvel blóðflæði á sömu stöðum ef þetta er extra dúðaðurömmuhnakkur :)

En svo tekur þetta líka tíma að venjast en þú ættir að vera orðinn góður ef þú hjólar í og úr vinnu í 5 daga í röð.

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 22:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
Einsii wrote:
íbbi_ wrote:
skelltum okkur út í rigninguna


Hvar ertu á þessari mynd?


ég er í fossvoginum, rétt neðan við gamla toyota umboðið. það er fullt af svona góðum stöðum allstaðar inn á milli hérna

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 22:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
íbbi_ wrote:
Einsii wrote:
íbbi_ wrote:
skelltum okkur út í rigninguna


Hvar ertu á þessari mynd?


ég er í fossvoginum, rétt neðan við gamla toyota umboðið. það er fullt af svona góðum stöðum allstaðar inn á milli hérna

Hjóla þarna á hverjum degi. Ætti kanski að líta aðeins í kringum mig næst :)
Mig vantar eitthvað eins og kjarnaskóg fyrir norðan. Æðislegur staður til að hjóla!
Sérstaklega þá brautin þegar maður er í stuði
Image
(Mynd fengin að láni)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 09. Jun 2013 23:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
djöfull er þetta hellað

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 10. Jun 2013 01:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
HK RACING wrote:
Skellti mér í Bláalónsþrautina í gær,fór á 2 tímum og 40 mínútum við frekar erfið skilyrði en hrikalega gaman......


Já þetta var bara gaman, kom rennandi blautur, drullugur upp fyrir haus með stóra brosið á 2:27. Kláraði reyndar sveifarleguna (BB) eftir 15km svo það söng alveg í hjólinu en það er bara partur af stuðinu :)

Ég uppfærði í XT skipta í vetur og er virkilega ánægður með að ég skyldi fara í low normal afturskipti, æðislegt að geta dúndrað í lægri gír í brattri brekku í fullu áttaki án nokkurra vandræða.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 10. Jun 2013 09:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Kjarnaskógur er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi punktur

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 12. Jun 2013 21:16 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Eftir að hafa hjólað heim úr vinnunni stóð ég sjálfan mig að því að langa bara virkilega mikið út að hjóla og leika mér. Þar sem ég bý við Rauðavatnið vantaði ekki frábæra stígana. Mæli eindregið með því að þið sem eigið fjallahjól kíkið á þetta svæði. Skógurinn og hæðin norðaustan megin við vatnið er eitt stórt leiksvæði :)

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 431 posts ]  Go to page Previous  1 ... 20, 21, 22, 23, 24, 25, 26 ... 29  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group