íbbi_ wrote:
geðveikt hjól. bróðir minn á alveg eins hjól. ég kann afar vel við það
varðandi breiddina á stýrinu þá er þetta eitthvað með Cube hjól. TRI hafa stytt þau fyrir suma, og ég skil vel að þér finnist þetta skrítið. ég sjálfur myndi mjókka það
nú veit ég ekki hversu vanur eða óvanur þú ert. og ætla mér ekki að draga ályktanir. en það er alls ekki óalgengt að þegar maður fer í svona "alvöru hjól" að maður sé ekki alveg viss hvað manni finnst og þurfi að venjast hjólinu vel áður en maður byrjar að fýla það,
það er bara með hjól á þessu verði að þetta eru yfirleitt ekki touring bikes eins og þau ódýrari sem eru ætluð í að vera sem best við sem flestar aðstæður og sem þægilegust ásetu, heldur eru þetta hnitmiðaðari trail/cross country hjól og meiri áhersla á getu þeirra heldur en þægindi,
ég hélt sjálfur að ég hefði hlaupið á mig þegar ég keypti mitt hjól. en eftir að ég var búinn að venjast því og læra á það þá gæti ég ekki verið sáttari. en það tók mig dáldinn tíma
Ég myndi nú flokkast sem óvanur þó ég hafi kanski hjólað slatta síðustu ár.
Þessi "hljóp á mig" tilfinning kom einmitt upp í hugann við kaupin en ég vissi það samt alltaf að þetta er spurning um að venjast.
Mér fannst alltaf mikill munur á mínu og hjóli konunar þó þau hafi verið af sömu gerð, en eftir að hafa verið á því síðan mínu var stolið (konan alltof ólétt til að hjóla

) þá var ég farinn að kunna mög vel við það.
En það er auðvitað nánast sama hjólið og mitt gamla utan við stærðina og þessvegna er Cube hjólið svolítið stökk í einhverja aðra átt.