Ég bætti við enn annarri vél í M60 fjölskylduna mína um daginn og er það M60B40 úr E38 í þetta skiptið en ég ætla mér að henda henni í Touring búðinginn fyrir Bíladaga þar sem að það er Plug&play swap.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá mun ég reyna að uppfæra þráðinn eftir bestu getu með myndum og upplýsingum en mikið á eftir að gera og græja í þessum bíl fyrir Bíladaga en fyrir utan vélarswap þá eftir að græja læsta drifið því að í því er farin pinjónlega, skipta um framdempara þar sem að núverandi demparar eru handónýtir og koma nýjir Bilstein Sport demparar í þeirra stað, smíða hlífðarpönnu undir mótorinn og koma bílnum í gegnum skráningarskoðun
M60B40 komin á vélarstandinn:


Búið að taka AC-, vökvastýrisdælu og viftukúplingu af:

Eitt stykki E38 M60 vélarloom komið af vélinni:


Það er alltaf jafn spennandi að taka olíupönnu undan M60 því að maður veit aldrei hversu margir olíudæluboltar verða í pönnunni en að þessu sinni voru það fjórir; þrír úr dælunni sjálfri og einn af þremur sem festa hana við blokkina:

Hér sést hvaðan boltarnir komu og einn annar var hálfnaður úr:

Héðan kom stálboltinn sem heldur olídælunni:

Djúp för eru í olídælunni eftir stálboltana:


Pústgreinarnar komnar af:


Það er töluvert um bæði olíusmit og olíuleka á þessum mótor sem kemur mér ekkert á óvart miðað við t.d. hvað sumir olípönnuboltarnir voru lausir og að það vantaði fjóra bolta í hana.