Rafmagnið í þeim er stórfurðulegt.
Frúin mín er búin að eiga einn 1.6 2005 bíl í 5 ár núna.
Hann hefur lítið "bilað", ég hef skipt 2x um bremsuklossa og diska að framan og aftan.
Svo hefur verið endurnýjað tímareim og vatnsdælu.
En núna eru að kvikna allskonar viðvörunarljós í mælaborðinu (Hennar bíll er ekinn 160.000 km).
ABS ljós sem sagði í tölvu að væru báðir ABS skynjarar að aftan.
Ég skipti um þá en það hafði ekkert að segja.
Kannski er hringurinn á legunni líka lélegur og þarf mögulega að skipta um hann.
En ég hef heyrt mikið um að allskonar ljós séu að koma í mælaborðið á þessum bílum sem eiga ekkert við rök að styðjast.
Einnig var breytt stöðlum hjá Heklu eftir að hún fékk bílinn varðandi langtímaolíuna sem á að vera á mótornum.
Það var hætt með 30.000 km intervalið eins og átti að vera upprunalega.
Þeir voru að reka sig á það að það gekk bara ekki hér á landi, mæltu með að fara með olíuskipti niður í 10-15 þúsund km.
Einnig að það þyrfti að flusha mótorinn við hver olíuskipti.
Það hefur verið gert síðustu tvö skiptin á okkar bíl einmitt, út af þessu.
En annars er frábært að keyra þennan bíl. Hann er comfortline, bsk og með cruise control.
Mjög þægilegur bíll í alla staði
