bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 03. May 2025 16:01

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: Golf MK5
PostPosted: Sun 07. Apr 2013 10:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
Hvernig er þetta með 2004 árg hvernig eruði að fíla þá er einhvað mikið um bilanir í þeim ?

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Golf MK5
PostPosted: Sun 07. Apr 2013 11:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Rafmagnið í þeim er stórfurðulegt.
Frúin mín er búin að eiga einn 1.6 2005 bíl í 5 ár núna.
Hann hefur lítið "bilað", ég hef skipt 2x um bremsuklossa og diska að framan og aftan.
Svo hefur verið endurnýjað tímareim og vatnsdælu.

En núna eru að kvikna allskonar viðvörunarljós í mælaborðinu (Hennar bíll er ekinn 160.000 km).
ABS ljós sem sagði í tölvu að væru báðir ABS skynjarar að aftan.
Ég skipti um þá en það hafði ekkert að segja.
Kannski er hringurinn á legunni líka lélegur og þarf mögulega að skipta um hann.

En ég hef heyrt mikið um að allskonar ljós séu að koma í mælaborðið á þessum bílum sem eiga ekkert við rök að styðjast.

Einnig var breytt stöðlum hjá Heklu eftir að hún fékk bílinn varðandi langtímaolíuna sem á að vera á mótornum.
Það var hætt með 30.000 km intervalið eins og átti að vera upprunalega.
Þeir voru að reka sig á það að það gekk bara ekki hér á landi, mæltu með að fara með olíuskipti niður í 10-15 þúsund km.
Einnig að það þyrfti að flusha mótorinn við hver olíuskipti.
Það hefur verið gert síðustu tvö skiptin á okkar bíl einmitt, út af þessu.

En annars er frábært að keyra þennan bíl. Hann er comfortline, bsk og með cruise control.
Mjög þægilegur bíll í alla staði :thup:

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Golf MK5
PostPosted: Sun 07. Apr 2013 16:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
ok konan er að fara fá sér bíl bara pæla hvort það yrði endalaust vesen á þessu bíðst einn á góðu verði.

enn þar er ekki hægt að opna hurð að aftan að utan, rafmagn i rúðunni virkar ekki öðrumeginn að aftan t.d spurning hvort þetta sé byrjun á heljarinnar rafmagnsveseni

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Golf MK5
PostPosted: Sun 07. Apr 2013 17:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
ég átti einn svona í fyrra, 2004 árg 1.6l bsk

mér fannst hann alveg brilliant, það er mjög fínt að keyra mk5 og hann fer vel með mann.

kannast klárlega við viðvörunarljósashowið, það var í gangi í þessum

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 21 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group