Post 98 BMW eru rosalega góðir bílar... það verður bara að segjast...
Post 02 BMW eru ennþá betri bílar... Endingin í þessu er að verða betri...
Sem dæmi, þá keypti Pabbi nýjan Galant úr kassanum árið 1990, sá bíll var alltaf pampered og þrifinn hátt og lágt, ryðvarinn, endurryðvarinn og yadayada...
Þegar að ég svo bar saman hvernig sá bíll var árið 2002/2003 vs hvernig RO119 (1991 M5) leit út árið 2009, þá fær BMW gæðastimpilinn þar...
Sama saga er að segja um 2003 318d hjá mér, sem að er ekinn c.a. 40þús minna en Galantinn við sama aldur... og hann gæti allt eins hafa rúllað út úr fabrikunni í gær hann lítur það vel út

Hinsvegar er alveg staðreynd að þetta snýst mikið um meðferð og viðhald...
Ef að við horfum í það að það eru fleiri BMW í umferð á Íslandi heldur en Mercedes, og hugsum svo út í það hver markaðshópurinn er...
Hvaða meðferð fá BMW vs Mercedes oftast, hverjir kaupa svo 5-8ára gamlan BMW vs Mercedes...
Afhverju eru Mercedes samt að eldast svona illa

Nóg um það samt, allir bílar eru að verða betri... ég meina HELL... Kia þykja gáfulegustu kaupin í dag
