///MR HUNG wrote:
fart wrote:
Nonni þetta viðhorf þitt er bara lélegt.
Ég þykist vita að þú sért ekki vitlaus, það stendur skýrum stöfum að VIN er gefið út fyrir hvern einstakan bíl, nákvæmlega eins og kennitala á mönnum.
Mannastu bara upp, viðurkenndu að þú hefur rangt fyrir þér, og hættu svo að gera lítið úr lögbrotum með röksemdum eins og að þetta sé svo létt, þér sé alveg sama og að við séum bara leiðinlegir reglukallar.
Nei ég veit ekki hvar ég ætti að hafa rangt fyrir mér og þetta er ekki lögbrot og í guðanabænum hættið að líkja bíldruslum við mannfólk!
Hvernig getur þú ekki fattað samhengið.
Hvernig væri að þú myndir allaveg lesa reglugerðina því að þetta eru þær reglur sem að þitt lögverndaða starfsheiti á meðal annars að vinna eftir....þegar bíll er lagaður.
VIN númerið tilheyrir skelinni, skelin er "bíllinn" og þetta er órjúfanlegt samhengi. Skelin er ekki partur, pörtum er hinsvegar swappað í skel vegna þess að skelin er merkt frá framleiðanda, og þannig þarf hún að vera allavega í 30 ár frá framleiðslu.
Bílar eru ekki bara eitthvað járnarusl, þetta eru stöðluð, viðurkend og rekjanleg tæki svo lengi sem þau eru notuð í almennri umferð. Ef þú ert að smíða óskráð ökutæki máttu gera það sem þú vilt, en EKKI ef ökutækið á að vera skráð.
Mér finnst voðalega leiðinlegt ef þetta eru einhverjar fréttir fyrir þig Nonni minn, og að þetta muni mögulega koma í veg fyrir einhvern skítamixgróða. Reglur eru reglur, staðlar eru staðlar og lög eru lög.
Prufaðu að fara með svona bíl til umferðarstofu og fáðu þeirra álit á þessu, eða kanski þorir þú því ekki
Ég skal fyrstur manna biðjast afsökunar persónulega í símtali við þig og einnig hér ef ég hef rangt fyrir mér, en ég er ekki að sjá fyrir mér að ég þurfi þess.