///M wrote:
Þetta er það sem ég er að benda á, það á ekki að nota nafn klúbbsins í eitthvað sem einhverjum einstaklingum (hversu margir það eru skiptir ekki máli á meðan það eru ekki allir) finnst um pólitík.
Þeir sem vilja lobbýa störf ríkisstjórnar og hvernig á að halda á spöðunum þegar kemur að skattlagningu eiga bara að gera það í sínu nafni en ekki nafni BMWKrafts.
Það mætti svo sem nýta spjallborðið í að auglýsa undirskriftalist eða álíka og þá geta þeir sem vilja berjast gegn of háu bensínverð staðið saman.
Áhugafélagið BMWKraftur, kt. 510304-3730 á ekki að vera pólitísk og á ekki að reyna að hafa áhrif á aðgerðir ríkisstjórna eða annara ... Að mínu mati.
Kv, einn af stöfnfélögunum 6.
Þitt mat er auðvitað gott og gilt

Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) er að hvetja félagsmenn sína til þess að taka þátt í umræðunni. Hagkvæmara eldsneytisverð er klárlega félagsmönnum til hagsbóta og er ekki eitt af markmiðum klúbbana að gæta að hagsmunum félagsmanna sinna?
Þetta "herferð" er leidd að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem hefur hingað til ekki talist pólitísk samtök. Þar eru menn að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna sem og allar bifreiðaeigenda á Íslandi.
FÍB hefur verið í fararbroddi umfjöllunar um eldsneytiskostnað sem og ákvarðanir ríkisvaldsins varðandi öryggismál á þjóðvegum.
FÍB hefur augljóslega blandað sér í mjög svo pólitísk mál en þá horft á hlutina út frá því hlutverki sem félagið á að rekja eins og kemur fram í lögum um félagið:
Lög FÍB 2. grein wrote:
Tilgangur félagsins er að sameina bifreiðaeigendur á Íslandi; efla umferðaröryggi, umferðarmenningu og gæta hagsmuna bifreiðaeigenda.Félagið skal vera neytendasamtök bifreiðaeigenda og reka hagnýta ráðgjöf fyrir félagsmenn sína. Félagið skal veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsögn í öllum erindum er varða ökutæki og umferðarmálefni. Félagið vill stuðla að auknum valkostum og frelsi í samgöngum. Félagið vill tryggja hreyfanleika með hagsýni, umhverfisvitund og öryggi bifreiðaeigenda að leiðarljósi.
Þess vegna hefur FÍB ítrekað sinnt hlutverki sínu hvað varðar umræðu um eldsneytisverð og umferðaröryggi en því miður fengið dræmar undirtektir hjá stjórnmálamönnum sem og bifreiðaeigendum.
FÍB hefur einnig látið taka til sín á vettvangi stjórmálanna vegna Vaðlaheiðarganga sem er mjög heitt "hreppapólitískt" málefni en tengist hlutverki FÍB hvað varðar að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi umferðarmálefni.
Með því að taka þátt í þessu verkefni með FÍB er verið að reyna að hvetja landsmenn til umhugsunar um þessi mál sem og að hvetja landsmenn til þess að láta í sér heyra.
Nú er nóg komið í skattlagningu eldsneytis, sérstaklega þar sem það er ljóst að skattlagningin er að skila minni tekjum í ríkissjóð en áður sökum minni notkunar.
Að mínu mati er það hið besta mál að klúbbar eins og BMWkraftur, Íslandrover, Krúser, Live2Cruize & MBKÍ skuli hvetja sína félagsmenn til þessa
