bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 21. Jun 2021 18:21

All times are UTC
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 11:59 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
///M wrote:
Þetta er það sem ég er að benda á, það á ekki að nota nafn klúbbsins í eitthvað sem einhverjum einstaklingum (hversu margir það eru skiptir ekki máli á meðan það eru ekki allir) finnst um pólitík.

Þeir sem vilja lobbýa störf ríkisstjórnar og hvernig á að halda á spöðunum þegar kemur að skattlagningu eiga bara að gera það í sínu nafni en ekki nafni BMWKrafts.

Það mætti svo sem nýta spjallborðið í að auglýsa undirskriftalist eða álíka og þá geta þeir sem vilja berjast gegn of háu bensínverð staðið saman.

Áhugafélagið BMWKraftur, kt. 510304-3730 á ekki að vera pólitísk og á ekki að reyna að hafa áhrif á aðgerðir ríkisstjórna eða annara ... Að mínu mati.

Kv, einn af stöfnfélögunum 6.


Þitt mat er auðvitað gott og gilt :)

Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) er að hvetja félagsmenn sína til þess að taka þátt í umræðunni. Hagkvæmara eldsneytisverð er klárlega félagsmönnum til hagsbóta og er ekki eitt af markmiðum klúbbana að gæta að hagsmunum félagsmanna sinna?

Þetta "herferð" er leidd að Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem hefur hingað til ekki talist pólitísk samtök. Þar eru menn að berjast fyrir hagsmunum félagsmanna sinna sem og allar bifreiðaeigenda á Íslandi.
FÍB hefur verið í fararbroddi umfjöllunar um eldsneytiskostnað sem og ákvarðanir ríkisvaldsins varðandi öryggismál á þjóðvegum.
FÍB hefur augljóslega blandað sér í mjög svo pólitísk mál en þá horft á hlutina út frá því hlutverki sem félagið á að rekja eins og kemur fram í lögum um félagið:
Lög FÍB 2. grein wrote:
Tilgangur félagsins er að sameina bifreiðaeigendur á Íslandi; efla umferðaröryggi, umferðarmenningu og gæta hagsmuna bifreiðaeigenda.Félagið skal vera neytendasamtök bifreiðaeigenda og reka hagnýta ráðgjöf fyrir félagsmenn sína. Félagið skal veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsögn í öllum erindum er varða ökutæki og umferðarmálefni. Félagið vill stuðla að auknum valkostum og frelsi í samgöngum. Félagið vill tryggja hreyfanleika með hagsýni, umhverfisvitund og öryggi bifreiðaeigenda að leiðarljósi.

Þess vegna hefur FÍB ítrekað sinnt hlutverki sínu hvað varðar umræðu um eldsneytisverð og umferðaröryggi en því miður fengið dræmar undirtektir hjá stjórnmálamönnum sem og bifreiðaeigendum.
FÍB hefur einnig látið taka til sín á vettvangi stjórmálanna vegna Vaðlaheiðarganga sem er mjög heitt "hreppapólitískt" málefni en tengist hlutverki FÍB hvað varðar að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi umferðarmálefni.

Með því að taka þátt í þessu verkefni með FÍB er verið að reyna að hvetja landsmenn til umhugsunar um þessi mál sem og að hvetja landsmenn til þess að láta í sér heyra.
Nú er nóg komið í skattlagningu eldsneytis, sérstaklega þar sem það er ljóst að skattlagningin er að skila minni tekjum í ríkissjóð en áður sökum minni notkunar.
Að mínu mati er það hið besta mál að klúbbar eins og BMWkraftur, Íslandrover, Krúser, Live2Cruize & MBKÍ skuli hvetja sína félagsmenn til þessa :thup:

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 12:23 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Benz wrote:
Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) [...]


"BMWKraftur,áhugamannafélag" á þessa síðu ekki einn einstaklingur.

Þetta er bara svo stórt dæmi með að lækka álögur á einhvern einn hlut.

Eins og þú hefur nefnt gæti það haft í för með sér góða hluti eins og til dæmis aukið fjárflæði í landinu. En þetta hefur líka neikvað áhrif eins og innflutning á meira eldsneyti, innflutning á varahlutum í bíla, innfluting á dekkjum sem kemur allt niður á gjaldeyrisforða landsins sem er fjármagnaður með lánum frá til dæmis ags. Minni umferð þýðir væntanlega líka minna um slys sem dregur úr kostnaði heilbrigðistkerfisins osfv osfv.

Þetta er bara ekki einfalt...

Annars er ég alveg sammála með að skattar í þessu landi eru orðnir hrikalega háir og það er mjög dýrt að lifa hérna. En við þurfum að lifa í raunveruleikanum og hann er að Ísland skuldar fullt af peningum og landið fær peninga með því að innheimta skatta eða taka lán... lán þarf að borga til baka og það er borgað til baka með sköttum. Að draga úr neyslu hefur neikvæð áhrif en of mikil neysla (eins og hefur verið á Íslandi) hefur líka neikvað áhrif vegna þess hversu sparnaður er lítill... lítill sparnaður þýðir að það er ekki hægt að lána peninga til framkvæmda nema þá með því að taka erlend lán... þetta fer allt í hringi og mér finnst persónulega að BMWKraftur eigi ekkert að skipta sér að þessu enda er þetta félag áhugamanna um BMW :D

En bla bla, [/rant] :)

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 15:54 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
///M wrote:
Benz wrote:
Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) [...]


"BMWKraftur,áhugamannafélag" á þessa síðu ekki einn einstaklingur.


Sá klúbbur sem á þessa síðu ;)

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 16:01 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 06. Jan 2006 22:07
Posts: 3828
Location: California
Benz wrote:
///M wrote:
Benz wrote:
Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) [...]


"BMWKraftur,áhugamannafélag" á þessa síðu ekki einn einstaklingur.


Sá klúbbur sem á þessa síðu ;)


Skil þig, las þetta öðruvísi. :)

En með því að þrýsta á stjórnvöld í nafni klúbbana þá er ekki verið að hvetja félagsmenn til að taka þátt í umræðu... ef svo væri þá myndu þeir halda fund um málið eða til dæmis hvetja þá til að skrifa undir eitthvað í eigin nafni... Með því að gera þetta í nafni klúbbana er þetta eins og að segja að allir meðlimir séu á bak við þetta - sem er ekki rétt.

Einnig eiga stefnuskrár FÍB og BMWKrafts enga samleið enda var BMWKraftur ekki stofnaður til að gæta hagsmuna heldur staður fyrir BMW-hnetur til að tala um áhugamálið sitt :)

_________________
2016 BMW X3 sDrive28i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 08. Mar 2012 20:31 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Mon 29. Dec 2008 10:17
Posts: 270
Location: Garðabær
///M wrote:
Benz wrote:
///M wrote:
Benz wrote:
Eins og ég skil hugmyndina þá er ástæðan fyrir því að klúbbarnir koma að þessu (þ.m.t. sá sem á þessa síðu) [...]


"BMWKraftur,áhugamannafélag" á þessa síðu ekki einn einstaklingur.


Sá klúbbur sem á þessa síðu ;)


Skil þig, las þetta öðruvísi. :)

En með því að þrýsta á stjórnvöld í nafni klúbbana þá er ekki verið að hvetja félagsmenn til að taka þátt í umræðu... ef svo væri þá myndu þeir halda fund um málið eða til dæmis hvetja þá til að skrifa undir eitthvað í eigin nafni... Með því að gera þetta í nafni klúbbana er þetta eins og að segja að allir meðlimir séu á bak við þetta - sem er ekki rétt.

Einnig eiga stefnuskrár FÍB og BMWKrafts enga samleið enda var BMWKraftur ekki stofnaður til að gæta hagsmuna heldur staður fyrir BMW-hnetur til að tala um áhugamálið sitt :)


Deili ekki við stofnmeðliminn - enda langt síðan ég las lögin ykkar - og ekki mitt að verja ákvörðunina ;)

Ég myndi nú eiginlega segja að helsta vandamálið við þetta framlag okkar bílaklúbbana sé að það eru fáir að lesa þetta og enn færri að tjá sig um efnið nema eiginlega ég og þú :roll: - og þá á allt öðrum forsendum en til stóð :?
Gildir það sama hér á Kraftinum sem og öðrum spjallþráðum þar sem sama mál hefur verið kynnt :hmm:

_________________
Benedikt Hans Rúnarsson


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 04. Jul 2012 18:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Tvo orð, Vísitala Neysluverðs :!:

Þetta er náttúrulega bara fáránlegt hvað upparnir virðast ekki skilja neitt hversu stóran vanda lækkun á álögur á eldsneyti mun hafa :!:

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 22. Jul 2012 15:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
skattlagningin á eldsneyti er klárlegan komin yfir línuna þar sem neyslan byrjar að minnka aftur. og ef álögur væru lækkaðar myndi að öllum líkindum ekki fást minni krónutala í kassan.

en á móti kemur að ríkið nýtur líka góðs af minnkandi eldsneytisnotkun vegna gjaldeyrisins sem sparast á því eins og óskar kom inn á

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Feb 2013 16:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
EN... á meðan stirðna hjól atvinnulífsins...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Feb 2013 19:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Angelic0- wrote:
EN... á meðan stirðna hjól atvinnulífsins...

Líka tól ástarlífsins.........

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Feb 2013 20:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11977
Location: ::1
Það þarf ekki að kommenta á alla þræði

_________________

VW Golf GTi Cabriolet
VW Golf GTi MK4


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 22. Feb 2013 21:42 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 09. May 2007 20:41
Posts: 1332
Jón Ragnar wrote:
Það þarf ekki að kommenta á alla þræði


Ættir að sjá hann inná Jeppaspjall.is með sitt cummins þvaður í öllum þráðum. Meðan hann er ekki hér þá er hann að nauðga öðrum spjallsíðum :lol:

_________________
00' E38 750i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 23. Feb 2013 00:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 14. Sep 2002 18:05
Posts: 2837
Location: Reykjavík
Ætli þessi hafi ekki verið beint til sir Alpina Hjalti

_________________
Siggi
E23 735i
E32 740i 6 spd 8)
E38 740d
E32 735i Shadowline Seldur
E32 740i Seldur
E32 740i RIP


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 23. Feb 2013 00:30 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Sem óhlutdrægur admín,, þá væri í lófa lagið að senda pm á þann er málið varðar og óska/biðja um erindi það er á við.

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 23. Feb 2013 01:24 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 09. May 2007 20:41
Posts: 1332
sh4rk wrote:
Ætli þessi hafi ekki verið beint til sir Alpina Hjalti


Sá sem vakti upp þennan þráð var Viktor... og ...

síðast þegar ég stundaði þetta spjall þá var sir Alpina hættur að skrifa hér.

_________________
00' E38 750i


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 23. Feb 2013 02:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Það er nú þessi Hannibal karakter sem að er að troða Cummins í alla þræði, ekki ég...

Ég held að þú ættir að læra að lesa betur Hjalti...

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 38 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 0 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group