maður má ekki gleyma þegar maður horfir á E32 750 að hann er hannaður sem alfa male þegar að stæðsti bíllinn fyrir var 735i. stökkið úr 735 í 750 er gríðarlegt.
ég get alveg skilið hvað danni er að tala um samt, ég man þegar ég keypti minn fyrsta bmw, E32 735i, á þeim tíma þótti hann nú bara ansi sprækur,hann fór auðveldlega yfir 200km/h og gat haldið þeim hraða áreynslulaust,
enda má ekki gleyma hver munurinn á því sem telst sem afl er í dag, og var, ég er samt ekki hissa á að þú hafir orðið fyrir vonbrigðum með m30 535

í dag gerir þetta dót ekki neitt finnst manni,
þá var 750i alveg raunverulega sprækur bíll, þú smókaðir allt gamalt amerískt, og það sem meira var þá varstu að hanga í eða hafa marga af japönsku bílunum,
ég er sammála viktori í að maður verður best aflsins vör með því að spila á togið á móti því hversu hátt gíraður bíllinn er. þá finnur maður raunverulega seiglu.
m60 bílarnir koma 4 árum seinna, og að mínu mati þá bera þeir höfuð og herðar yfir alla aðra E32, þeir vinna svipað og 750, en eyða miklu minna og ég trúi nú varla að mönnum þykkji hljóðið í m60 slæmt, mér þykir það alltaf með fallegustu vélarnótum sem ég veit um. 60 seríu mótoarnir eru i.m.o eitt af bestu mótorum sem ég veit um all time. þá sérstaklega m62TU
hef líka ekið E65 760 töluvert og skoðun min á þeim "orkar tvímælis" magnaður mótor, magnaður bíll, en persónulega var það sem var mér efst í huga var af hverju bmw léti benz gjörsamlega salta sig með því að vera með þennan mótor á móti TT v12, bmw leystu þetta svo í F10. og í dag fagna ég því bara að þú getir valið um orðið allar týpur af Twin turbo mótorum í þessu frá 6-12cyl afturdrifið eða fjórhjóladrifið