bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Fri 02. May 2025 17:57

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 
Author Message
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 05:24 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
sælir, ég lenti í því að fá bíl framaná mig á þeðan ég var lagður í stæði að stilla gopro cameruna mína
drengurinn var eithvað að spóla þarna á granda og misti stjórninga og endaði á bílnum mínum :argh:

er ekki alveg örugt að ég fái þetta bætt og mælingu á bæði hjólabúnaðnum og grindini á bílnum þar sem hann lenti beint á felguni?

það sem sést á bílnum er að h/f brettið hefur skekst aðeins og brotnað úr lakkinu
síðan er felgan vel reispuð eftir atvikið

en hvernig er það missi ég nokkuð bónus útá trigingarnar vegna þessa tjóns?
og hvað er það helsta sem gæti klikkað til að fá þetta bætt?
er búinn að skrifa tjónaskíslu og fá númerið hjá einstaklingnum hann skrifaði undir og var svosem sáttur

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 06:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
ef að þú ert í rétti, þá ertu alltaf að fá þetta bætt... gerðu bara kröfur og farðu á gott og allmennilegt verkstæði...

annars held ég að þetta bónusasystem sé dottið út, ekki að það skipti máli þar sem að þú ert í rétti !

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 06:24 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
var lagður í stæði og var ekkert búinn að hreifa mig í daggóðann tíma þannig ég ætti að vera í 100% rétti :thup:
vona að þetta verði bara ekkert vesen, eiðilagði alveg kvöldið mitt :(
en sambandi við þetta bónus kerfi þá er ég allavena með sama verð á trigingu og mamma og pabbi
semsagt fékk sama díl og "bónusa" sem þau eru búin að vera með og vill alls ekki missa það


edit:
hvernig er það samt, ég á ekkert eftir að þurfa að borga eithverjar prósentur sjálfur er það nokkuð?
er það ekki tjóna valdi sem fær allt í bakið á sér, ekkert smáletrunar rugl sem lætur fórnalamdið finna eithvað fyrir því?

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 07:59 
Offline
Go-kartbílstjóri

Joined: Sat 19. Apr 2008 19:36
Posts: 486
Location: HFJ
Ef þú ert í rétti borgar þú ekki neitt. Báðir bílarnir lentu í tjóni og þá missa báðir aðilar bónus.




Fékk einmitt gervihnattadisk í bílinn um daginn og við misstum báðir bónus þó svo að bílinn hans var ekki tjónaður.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 11:32 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 03. May 2003 18:34
Posts: 1610
Bónus? Þetta bónusakerfi er LÖNGU dottið út. Allavega í mínum tryggingaviðskiptum.

En þú þarft ekkert að spá í þessu. Þú ert í 100% rétti og færð þetta allt bætt. Bara muna að ýta á eftir þessu hjá því tryggingafélagi sem ökuþórinn er tryggður. Svona getur tekið smá tíma ef ekki er pressað.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 12:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Wed 31. Oct 2012 00:35
Posts: 45
Þetta kemur tryggingunum þínum ekkert við. Það var annar maður sem olli tjóninu þannig þetta er alfarið greitt úr hans tryggingum. Tryggingafélögin gefa oft viðskiptavinum sínum sem hafa verið tjónlausir lengi betri verð á tryggingum. Þetta er vegna þess að þeir meta það sem svo að þessum viðskiptavinum fylgi lítil áhætta. Augljóslega breytist það mat ekki þó viðskiptavinurinn lendi í tjóni þar sem hann er í rétti enda kemur ekki til neinnar greiðslu úr tryggingu hans.

Hvað varðar pælingar um grindarmælingu þá var tjónið miðað við lýsinguna þína svo smávægilegt að slíkt er algjörlega óþarft.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 12:37 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
þakka fyrir þetta, er búinn að vera soldið stressaður á að þetta egi eftir að fokkast eithvað upp og að ég fái ekkert bætt :roll:

en já er svosem aðalega hræddur um að hjólabúnaðurinn hafi eithvað skaddast því mesta höggið kemur beint á felguna
bíllinn samt alveg kastaðist til þegar þetta gerðist, félagi minn sem var meðmér í bílnum sgði síðan við mig eftirá að það hefði verið eins og bremsu far á stæðinu þarna eftir þetta

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sat 09. Feb 2013 12:43 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Hjá Sjóvá a.m.k. þá heldur þú "bónus" (endurgreiðslu fyrir það að vera slysalaus) þó að þú lendir í árekstri þar sem þú ert í 100% rétti.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 10. Feb 2013 10:11 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 23. Jun 2011 10:44
Posts: 202
Location: kópavogur
til að stytta tímann við þetta þá verður þú að fara með skýrsluna þína í tryggingafélag fíflsins sem keyrði á þig. hann verður svo að fara með sína skýrslu líka í sama tryggingafélag, tryggingafélagið verður að hafa bæði eintök í höndunum. svo ferðu á eitthvað gott verkstæði og færð tjónið metið og lætur þá vita hvaða tryggingafélag á að borga. verkstæðið sér um restina. og athugaðu að ef hinn aðilinn er ekki búinn að skila inn skýrslunni eftir 10 daga þá máttu kalla til lögreglu.

ábyrgðartrygging þess sem keyrði á þig á að borga tjónið, svo lengi sem hann hefur verið búinn að borga tryggingarnar sínar. þú getur ekki misst bónus við þetta, og þó þú værir valdur að tjóninu þá myndiru ekki missa bónus við þetta nema þetta væri mögulega 3 eða 4 tjónið þitt á árinu, þá hækka þeir tryggingarnar þínar ef þeim finnst mikil áhætta að tryggja þig

_________________
Arnþór S. Bílamálari síðan 2003
773-7874

BMW 540i 1999 RO-960
Pontiac Firebird 1999


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 10. Feb 2013 11:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Bara glatað að þurfa að díla við tryggingarfélag sem maður er ekki hjá þegar maður er í rétti.

Maður ætti bara að geta sótt þetta til tryggingarfélagsins síns og það sækir þetta síðan í næsta.

Ég er t.d. búinn að díla við mitt félag varðandi minn bíl, það skiptir engu máli ef sá sem keyrir á hann er hjá öðru félagi.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 10. Feb 2013 13:23 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
Danni wrote:
Bara glatað að þurfa að díla við tryggingarfélag sem maður er ekki hjá þegar maður er í rétti.

Maður ætti bara að geta sótt þetta til tryggingarfélagsins síns og það sækir þetta síðan í næsta.

Ég er t.d. búinn að díla við mitt félag varðandi minn bíl, það skiptir engu máli ef sá sem keyrir á hann er hjá öðru félagi.


semsagt þú ert búinn að díla við þá að ef þú lendir í tjóni þar sem þú ert í rétti þá redda þeir viðgerðini og senda síðan á triggingafélag tjónvaldans rukkun?

þurftirðu að standa í miklu veseni til að fá það í gegn?
og er þessi þjónusta að kosta þig eithvað extra?
helviti gott hjá þér ef svo er 8)

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 10. Feb 2013 17:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
Joibs wrote:
Danni wrote:
Bara glatað að þurfa að díla við tryggingarfélag sem maður er ekki hjá þegar maður er í rétti.

Maður ætti bara að geta sótt þetta til tryggingarfélagsins síns og það sækir þetta síðan í næsta.

Ég er t.d. búinn að díla við mitt félag varðandi minn bíl, það skiptir engu máli ef sá sem keyrir á hann er hjá öðru félagi.


semsagt þú ert búinn að díla við þá að ef þú lendir í tjóni þar sem þú ert í rétti þá redda þeir viðgerðini og senda síðan á triggingafélag tjónvaldans rukkun?

þurftirðu að standa í miklu veseni til að fá það í gegn?
og er þessi þjónusta að kosta þig eithvað extra?
helviti gott hjá þér ef svo er 8)


Nei nei, þú ert að misskilja. Ég fer með bílinn reglulega í mat hjá þeim og við komumst að niðurstöðu uppá hversu mikils virði hann er núna og hann er kaskó tryggður fyrir þá upphæð. Ég heimtaði að fá að gera þetta og fá það skriflegt til þess að hafa eitthvað í höndunum ef eitthvað kemur uppá, svona þar sem þetta er 20 ára gamall bíll og erfitt að fá þá bætta.

Það sem ég var að meina er að ef ég lendi í tjóni þar sem ég er í rétti, þá skiptir þetta mat míns tryggingarfélags engu máli, þar sem að annað tryggingarfélag þarf að bæta mér tjónið.

Sama hvað ég tuðaði í þeim þá vildu þeir ekki gúddera að bæta mér tjónið og sækja bætur síðan í hitt félagið, ég þarf að díla við annað félag ef sú staða kemur upp, rétt eins og allir aðrir og það er það sem mér finnst svo óréttlátt. Það er ástæða fyrir því að ég valdi mitt tryggingarfélag en ekki hin og það er að miklu leiti vegna þess hversu leiðinlegt það var að díla við hin félögin.

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 10. Feb 2013 18:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Danni wrote:

Ég fer með bílinn reglulega í mat hjá þeim og við komumst að niðurstöðu uppá hversu mikils virði hann er núna og hann er kaskó tryggður fyrir þá upphæð. Ég heimtaði að fá að gera þetta og fá það skriflegt til þess að hafa eitthvað í höndunum ef eitthvað kemur uppá, svona þar sem þetta er 20 ára gamall bíll og erfitt að fá þá bætta.

Það sem ég var að meina er að ef ég lendi í tjóni þar sem ég er í rétti, þá skiptir þetta mat míns tryggingarfélags engu máli, þar sem að annað tryggingarfélag þarf að bæta mér tjónið.

Sama hvað ég tuðaði í þeim þá vildu þeir ekki gúddera að bæta mér tjónið og sækja bætur síðan í hitt félagið, ég þarf að díla við annað félag ef sú staða kemur upp, rétt eins og allir aðrir og það er það sem mér finnst svo óréttlátt. Það er ástæða fyrir því að ég valdi mitt tryggingarfélag en ekki hin og það er að miklu leiti vegna þess hversu leiðinlegt það var að díla við hin félögin.


Þarna er einn búinn að gera heimavinnuna sína :thup: :thup: .. SVONA á að gera þetta

TOTALLY OT

ég gerði þetta,, fékk http://www.alpinacs.se/ til að meta ,,hjá mér og fékk skriflegt mat osfrv,, þetta var sent BEINT á mitt tryggingafélag og allt samþykkt osfrv,,(( þar sem hinn Þýski ALPINA klúbbur treysti sér ekki til að gefa álit ,, varðandi lögsókn,,, blablabla,,,,, EKTA þýskt álit þora ekki að gera neitt svona ,, enda eru þjóðverjar AULAR upp til hópa í öllu svona.. og það er sko ekki bara mitt álit))

það sama var gert við blæjuna,, ALLT dokumentað af mér.. og Skúra-Bjarka,, bjarki gaf persónulega umsögn ,, ásamt hlutlausri umsögn af Atla Vilhjálmssyni ..þáverandi Verkstæðisformaður B&L

BARA ánægður með þig Danni.... 8)

ps.. svo er önnur hlið á málinu,, ónefndur aðili hér á breyttann TURBO E30.. með fullt af gizmoi.. ég lagði til við hann og gerði með ríkri áherslu að fá Gunna Bjarna sem viðurkenndann aðila af hálfu hans tryggingafélag til að gefa umsögn um allar breytingar og ástand bílsins,, neinei ,, hann vissi ALLT MIKLU betur

mætti á stífbónuðum bíl ,, og varð að athlægi með 25 ára gamlann E30 sem var 300.000 króna virði..... að þeirra mati

best að vita allt sjálfur og taka ekki leiðsögn þeirra sem að fóru the HARD WAY .. voru búnir að reka sig á veggi,, missa óheyrilegar fjárhæðir í ræsið en fóru svo eftir eins góðum reglum og gildum og hægt var og það var loks tekið tillit til þess og menn uppskáru þá sanngjarnar bætur,, voru einnig tilbúnir að borga hærri iðgjöld til þess að tillt væri tekið til þeirra sérþarfa,,

stundum á máltækið ......ungur nemur,, GAMALL TEMUR ,, bara vel við :wink:

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 11. Feb 2013 00:09 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 11. Jul 2009 16:34
Posts: 1204
skil þig núna danni, hef akkurat pælt oft í þessu, það skiftir öllu máli í hvaða ástandi bíllinn er og hversu vel farið er með hann uppá að verð setja hann, ætlaði að vera laungu búinn að fara með hann í svona mat

fynst alltaf jafn gamann af því þegar fólk kemst að því hveru gamall bíllinn minn er eftir að hafað séð hann og sitið í honum 8)
hef meirað segja verið nokrum sinnum spurður hvort ég hafi tekið lán fyrir honum eða hort ég egi hann allann og fynst það bara vera hrós fyrir sig :mrgreen:

_________________
afsakið allar stafsetningar villur (er lesblindur)
Image
BMW e36 325is "dundið" (seldur)
BMW e36 318is "daily"
BMW e32 730ia "sá fyrsti" (seldur :( )


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Mon 11. Feb 2013 01:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 18. May 2004 03:33
Posts: 15561
Location: Keflavík
Ég fór eins að og Danni og Sveinbjörn þegar að ég tryggði RO119...

Ég tók sérstaklega fram, og fékk pappíra frá BMW GmbH um að þetta væri RARE stuff, handmade blabla.... deyjandi kynslóð og allt það...

Maður hefði kannski bara átt að röra á staur þegar að þessi lega sem að TB flaskaði á að herða lét í sér heyra...

vátryggingarverðmæti RO-119 þá var 1.8m, ég endaði á að fá 1.1m fyrir hann í því ástandi sem að hann var.... motor kaput...

leið betur.... heiðarlegt stuff í gangi ;)

_________________
Owner of: Anax Tuning IvS
Danmark
--------------
99' BMW E36 330i Turbo - 634whp/781wnm
ImolaRot
--------------
04' Ford F550 6.0 Powerstroke - ???hp/???nm
ImolaRot
--------------
06' BMW E61 535d - 442hp/871nm
Spacegrey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 15 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 11 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group